Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 58

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 58
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ ÁGRIP VEGGSPJALDA V 01 Aspergillus sýkingar á íslandi á árunum 1984-1999 Fjalar Elvarsson1, Jónas Hallgrímsson2, Sigrún Reykdal2, Anna Þórisdóttir3, Ingibjörg Hilmarsdóttir 'Læknadeild HÍ, 'rannsóknastofur í vefjameinafræði, blóðmeinafræði og sýkla- fræði, Landspítala Hringbraut, ’smitsjúkdómadeild Landspítala Fossvogi Netfang: ingibjh@rsp.is Tilgangur: Myglusveppir af ættvíslinni Aspergillus valda lífshættu- legum sýkingum í ónæmisbældum sjúklingum; vægari, staðbundnar sýkingar sjást í heilbrigðum einstaklingum. Markmið rannsóknar- innar var að kanna nýgengi og aðra faraldsfræðilega þætti sýking- anna hér á landi. Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn rannsókn á nýgengi, á- hættuþáttum, meðferð og útkomu sýkinga af völdum Aspergillus sveppa. Leitað var að sjúkratilfellum í gögnum sýklafræðideildar Landspítalans og Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði frá ár- unum 1984-1999. Sjúkraskýrslur sjúklinga sem greindust með aspergillus í ræktun eða þráðsveppi í vefjarannsókn voru rannsak- aðar og tilfelli metin með tilliti til sýkingar. Niðurstöður: Úrtakið taldi 114 sjúkratilfelli og reyndist unnt að meta 107 þeirra. Aspergillus ræktaðist úr 172 sýnum frá 93 sjúkling- um og vefjarannsókn greindi þráðsveppi í 34 sýnum (þar af 18 úr krufningu) frá 19 sjúklingum. Tuttugu og einn sjúklingur (19,6%) hafði sannaða sýkingu, sex (5,6%) líklega og fjórir (3,7%) mögu- lega. í þremur tilfellum (2,8%) voru jákvæðar ræktanir metnar sem sýklun og hjá 73 sjúklingum (68,2) sem mengun. Af 27 sönnuðum og líklegum sýkingum voru 14 djúpar, ífarandi sýkingar hjá sjúk- lingum með krabbamein eða langvinna lungnasjúkdóma. Tólf þeirra létust með eða vegna sýkingarinnar; sex höfðu fengið með- ferð. Aðrar sýkingarmyndir voru aspergilloma og lungnakýli hjá fimm sjúklingum, húðsýking hjá einum og skútabólgur hjá sjö. Lokaorð: Allar algengustu sjúkdómsmyndir Aspergillus sýkingar komu fram í rannsókninni. Dánartíðni var há hjá sjúklingum með djúpar, ífarandi sýkingar (86%), og eru ástæður þessa meðal annars vandasöm greining og lélegur árangur meðferðar hjá ónæmisbæld- um sjúklingum. Nýgengi virðist lægra hér en víða annars staðar, og væri æskilegt að kanna það nánar með framskyggnum hætti. V 02 Trichobilharzia blóðögður í álftum Cygnus cygnus á ís- landi Karl Skírnisson Llbuse Kolarova2 ‘Tllraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2smitsjúkdómadeild Charles Háskóla- sjúkrahússins í Prag, Tékklandi Netfang: karlsk@hi.is Inngangur: Haustið 1997 tókst að uppjýsa að kláðabólur á fótum barna sem höfðu verið að vaða í vaðtjörn Fjölskyldugarðsins í Laugardal voru af völdum sundlirfa blóðagða af ættkvíslinni Trichobilharzia sem lifðu í tjörninni. Sundlirfurnar komu úr vatna- bobbum Lymnaea peregra en í þeim fjölga lirfurnar sér kynlaust. Reyndist hér á ferðinni áður óþekkt tegund og var henni lýst (L. Kolarova, K. Skirnisson. J Helminthology 1999; 73:215-20). Ekki er þekkt hvaða fugl hýsir fullorðinsstig lirfunnar en sennilegast er að um sé að ræða einhvern vatnafugi. Markmið þessarar samantektar er að kynna nýlegan fund blóðagða í álftum á íslandi. Efniviður og aðferðir: Fimm álftir, sem voru frystar eftir að hafa fundist dauðar á árunum 1996 og 1997, voru krufnar árið 1998 til að freista þess að upplýsa dánarorsök. Meltingarvegur fuglanna var rannsakaður með tilliti til sníkjudýra. Niðurstöður: Nokkrar tegundir agða, bandorma og þráðorma fund- ust í meltingarvegi fuglanna. Auk þess fundust blóðögður í bláæð- um sem liggja frá aftasta hluta meltingarvegar í tveimur fuglanna (40%). Rannsókn leiddi í ljós að þær voru með tvær mismunandi tegundir blóðagða af ættkvíslinni Trichobilharzia. Unnið er að nán- ari tegundagreiningu. Rannsókn á vefjasneiðum staðfesti bæði karl- og kvenögður í bláæðum álftanna. Mikið sást af eggjum í þarmatot- um og þarmavegg og var hýsilviðbrögðum lýst. Ályktanir: Hugsanlega er önnur hvor þessara blóðagða sú hin sama og lýst var nýlega á lirfustigi í vaðtjörn Fjölskyldugarðsins í Reykja- vík. Fyrirhugað er að kanna með sameindafræðilegum aðferðum hvort svo geti verið. V 03 Rannsókn á einkennalausum kindum f riðuhjörð með samanburði á arfgerðum príongensins og niðurstöðum þriggja mismunandi greiningaraðferða riðu Stefanía Þorgeirsdóttir, Sigurður Sigurðarson, Guðmundur Georgsson, Ástríður Pálsdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: stef@hi.is Inngangur: Mismikið næmi kinda fyrir riðusmiti hefur verið rakið til þriggja breytilegra amínósýra í príonprótíni (PrP) þeirra (númer 136,154 og 171). Umbreylt, smitandi form þessa prótíns (PrPSc) er talið vera orsök príonsjúkdóma, en auk riðu í sauðfé má nefna kúariðu og Creutzfeldt-Jakob sjúkdóm í mönnum. Arfgerðagrein- ing príongensins í íslensku sauðfé hefur sýnt að VRQ arfgerðin (valín í seti 136) er tengd auknu næmi fyrir riðusmiti, en arfgerðin AHQ (histidín í seti 154) virðist bera í sér lága áhættu á riðusmiti. Þessar upplýsingar má nota við kynbætur lil útrýmingar á riðu, sem er enn landlæg í nokkrum landshlutum. í þessari rannsókn var at- hugað hvort fé með lágt riðunæmi gæti hugsanlega verið einkenna- laus smitberi með því að skoða samhengið milli sýndar smásærra einkenna riðu, svo sem myndun safabóla og uppsöfnunar PrPSc í heila, og mismunandi PrP arfgerða. Efniviður og aðfcrðir: Heilasýni úr heilli riðuhjörð (n=65) voru skoðuð með þremur mismunandi greiningaraðferðum riðu, vefja- meinafræði, ónæmislitun og Western-blottun fyrir PrPSc. Auk þess voru PrP arfgerðir greindar með skerðibútameltu, bræðslugeli og DNA raðgreiningu. Niðurstööur: Fimm kindur greindust með klínísk einkenni riðu, en fjórar þeirra báru áhættuarfgerðina VRQ. Af þeim sem ekki höfðu nein ytri einkenni, var 21 sem sýndi væg einkenni vefjaskemmda sem gætu bent til byrjunarstigs riðusjúkdómsins. Af þeim sem greindust jákvæðar fyrir PrPSc, voru allar nema ein arfhreinar eða arfblendnar hvað varðar VRQ. Álykfanir: Athyglisvert er að engin af þeim kindum sem greindust jákvæðar fyrir PrPSc, báru arfgerðina AHQ, sem er talin valda lágu næmi fyrir riðusmiti. Þessar niðurstöður benda þvi til að íslenskt fé með AHQ arfgerðina sé ekki einkennalaus smitberi riðu. V 04 Um mannaóværu á íslandi að fornu og nýju Karl Skirnisson Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: karlsk@hi.is 58 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.