Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 62

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 62
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ Efniviður og aðferðir: Rannsakað var sauðfé frá 50 bæjum á Suð- vesturlandi en á því landsvæði hafði salmónellusmits orðið vart. Rannsökuð voru saursýni úr lambám og saursýni, svið og hálskirtl- ar úr sláturfé. Til samanburðar voru athuguð saursýni og hálskirtlar úr sláturfé frá fimm bæjum á Vestfjörðum. Við salmónellugreining- una var beitt hefðbundnum ræktunaraðferðum auk lífefnafræði- legra prófa og greiningar í sermisflokka. Niðurstöður: Salmónellusýklar greindust ekki í saur lambáa. Peir greindust aftur á móti í hálskirtlum sláturfjár frá þremur bæjum á Suðvesturlandi og frá tveimur bæjum frá Vestfjörðum. Salmónellu- sýklar fundust einnig í saursýnum sláturfjár frá þremur bæjum á Vestfjörðum. Ályktanir: Salmónellusmit er fremur sjaldgæft í sauðfé hérlendis. Salmónellusýklar fundust bæði í saur og hálskirtlum. Heilbrigðir smitberar geta því auk þess að skilja sýkilinn út með saur borið hann í hálskirtlum. Par sem salmónellusýklar fundust ekki í frá- rennsli frá sláturhúsum virðist smit sem fundist hefur í sviðum ekki verða við slátrun. Líklegast er að sauðfé smitist á afrétti þar sem salmónellusýklar fundust ekki í saur lambáa að vori áður en rekið var á afrétt. Sennilegast er að mávar og hrafnar mengi vatsból á af- rétti. Hærri tíðni salmónellusmits í sauðfé á Vestfjörðum, þar sem afréttur er mjög þröngur, styður þá ályktun. Þakkir: Yfirdýralæknisembættið greiddi kostnað við framkvæmd þessarar rannsóknar. V 14 Boðefni og efnatogar í RSV sýkingu ungbarna Stefanía P. Bjarnarson’, Ingileif Jónsdóttir', Michael Clausen3, Áslaug Pálsdóttir3, Inger María Ágústsdóttir3, Þorgerður Árnadóttir2, Göran Wenn- ergren5, Ásgeir Haraldsson3, Sigurður Kristjánsson3 'Rannsóknastofa í ónæmisfræöi, 2veirufræði og 3barnadeildir Landspítala, 4barna- deild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, 'barnadeild Barnaspítalans Queen Silvia, Háskólinn í Gautaborg Netfang: ingileif@rsp.is Inngangur: Respiratory syncytial veira (RSV) er ein algengasta or- sök veirusýkinga í neðri öndunarvegi ungbarna og sýkjast tveir þriðju barna innan eins árs af RSV. RSV sýking í ungbörnum hefur verið talin auka líkur á astma eða ofnæmi síðar á ævinni. T dráps- frumur eru nauðsynleg vörn gegn veirusýkingum, Th2 frumur hafa verið tengdar sjúkdómseinkennum í RSV sýktum ungbörnum og eósínfíklafjöld (eosinophilia) í lungum tengd við staðbundna minnkun á IFN-y og aukningu á IL-4. Efniviður og aðferðir: Þessi boðefni ásamt eótaxíni voru mæld í nef- skoli (ELISA) og ECP (UniCap) (N-ECP) sem einnig var mælt í sermi (S-ECP). Tólf heilbrigð ungbörn og 27 (sjö mánaða eða yngri) með RSV sýk- ingu voru valin. Sýking var staðfest með ræktun og flúrskinslitun. Niðurstöður: Enginn marktækur munur mældist milli RSV og við- miðunarhóps í IL-4 (0,69 miðað við 0,86pg/mL) og IFN-y (0,67 mið- að við 0,73 pg/mL). N-ECP var hærra í RSV sýktum en viðmiðunar- hópi (795,8 miðað við 61,5 pg/L, p=0,003) en S-ECP var sambærilegt (3,9 miðað við 5,5 pglL). í RSV hópnum var fylgni milli IL-4 og N- ECP (R=0,65; p<0,001) og neikvæð fylgni milli IFN-yog N-ECP (R=- 0,39; p=0,043). IL-4 og IFN-y framleiðsla fór ekki saman, hvorki í RSV hópnum (R=-0,29; p=0,154) né í viðmiðunarhópnum (R=-0,76; p=0,003). Neikvætt samband var milli IL-4 og eótaxíns (R=-0,47; p=0,015). Eótaxín jóksl með aldri í RSV hópnum (R=0,52; p=0,005) en IL-4 var fremur hærra í ungbörnum þriggja mánaðar eða yngri. Aukning var á N-ECP í RSV sýktum ungbörnum, en ekki S-ECP. í RSV hópnum var fylgni milli N-ECP og IL-4 en neikvæð við IFN-y og í ungbörnum með hátt IL-4 var IFN-y lágt eða nær ómælanlegt. Aukning á eótaxíni með aldri greindist meðal RSV sýktra ung- barna. Ekki fannst aukin framleiðsla á Th2 boðefnum og/eða minnkuð á Thl boðefnum í RSV sýktum ungbörnum miðað við heilbrigð. Ályktun: Við drögum þá ályktun að aukning sé á N-ECP í flestum RSV sýktum ungbörnum sem tengist aukningu á framleiðslu Th2 boðefna. V 15 Ytri sníkjudýr á þorskseiðum á fyrsta og öðru aldursári við ísland Árni Kristmundsson, Matthías Eydal, Slavko H. Bambir, Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir, Sigurður Helgason Tilraunastöö HÍ í meinafræði aö Keldum Netfang: arnik@hi.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvenær þorskseiði á fyrsta og öðru aldursári byrja að sýkjast af ytri sníkju- dýrum og fylgjast með framvindu þeirra sýkinga. Efniviður og aðferðin Á árunum 1998-2000 voru urn það bil 720 þorskseiði, fjögurra, sex, 10 og 18 mánaða gömul, rannsökuð með tilliti til ytri sníkjudýra. Að auki hafa þrjátíu 22 mánaða nú þegar verið skoðuð með tilliti til krabbadýrsins illu (Lernaeocera branchi- alis). Niðurstöður: Bifdýrið (Ciliata) Trichodina sp. fannst aðeins á sex og 18 mánaða gömlum fiski og var líðnin lág eða innan við 7% (fjöldi í seiði 1-29). Gyrodactylus sp. (agða (Monogenea)) fannst á fáeinum sex mánaða gömlum seiðum og var tíðnin innan við 4% (1-11). Lirfustig krabbadýrsins Caligus sp. fannst á öllum aldurshópum. Árið 1998 fundust engar Caligus-lirfur á fjögurra mánaða seiðum en 1999 var tíðni jafnfngamalla seiða 20% (1-3). Á sex mánaða seið- um var tíðnin yfir 98% (1-51); 53% (1-8) á 10 mánaða seiðum og 36% (1-2) á 18 mánaða seiðum. Tíðni krabbadýrsins Clavella adunca var innan við 12% (1) á sex mánaða seiðum, 22% (1-3) á 10 mánaða seiðum og 46% (1-6) á 18 mánaða seiðum. Illa (L. branchi- alis) fannst aðeins á 18 og 22 mánaða seiðum og var tíðni sýkinga 10% (1) og 37% (1-2). Ályktanir: Fjölbreytileiki ytri sníkjudýra eykst með aldri. Trichod- ina sp. og Gyrodactylus spp. fundust aðeins á fáum einstaklingum en trúlegt er að tíðni þeirra sé vanmetin sökum þess hve sníkjudýr- in tapast auðveldlega við söfnun seiðanna. Tíðni L. branchialis og C. adunca hækkar með aldri seiðanna. Tíðni og einstaklingsfjöldi Caligus sp. lirfa fylgir ákveðnu mynstri þar sem hámarkstíðni er náð við sex mánaða aldur seiðanna og í kjölfarið fylgir stiglækkandi tíðni með hækkandi aldri. Þakkir: Rannsókn þessi er styrkt af Rannsóknarráði Islands og Lýðveldissjóði. V 16 Eðlis- og efnafræðilegir eiginleikar blóðkekkjunnar hjá Prevotella melaninogenica Gunnsteinn Haraldsson, Peter Holbrook Tannlæknadeild HÍ Netfang: gah@hi.is Inngangur: Þó margir sykurkljúfandi stofnar Prevotella ættkvíslar- innar búi yfir sýkiþáttum hafa þeir aldrei tengst tannholdssjúkdóm- 62 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.