Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 63

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 63
ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I um sterklega. Á rannsóknastofu tannlæknadeildar hafa einagrast, eingöngu úr tannholdssjúklingum, stofnar Pr. melaninogenica sem kekkja rauðar blóðfrumur (RBF). í rafeindasmásjá sáust festiþræð- ir (fimbria) á stofnunum, en ekki á viðmiðunarstofnum. Blóðkekkj- andi stofnamir eru ekki af sértegund (Haraldsson, Holbrook. Oral Microbiol Immunol 1998; 13: 362-7). í þessu verkefni var reynt að skilgreina ýmsa efna og eðlisfræðilega þætti blóðkekkjunar Pr. mel- aninogenica. Eftiiviður og aðferðir: Stofnar voru ræktaðir á FAA blóðagar í þrjá daga og leystir í fosfat-salt dúa (PBS, pH 7,2) og þéttnijöfnuð, OD við 550 nm, að 1,0. Manna rauðar blóðfrumur voru þvegnar þrisvar í PBS og leystar í 2% styrk í sama dúa. Blóðkekkjunarpróf voru framkvæmd í 96 holu bakka með V-botni. Stofnarnir voru þynntir tvöföldum þynningum og jöfnu rúmmáli af 2% rauðum blóðfrum- um bætt í hvem brunn og látið standa í fjórar klukkustundir við 4°C. Næmni blóðkekkjunar fyrir sex sykrum var prófuð. Niðurstöður: Raffinósi, galaktósi og laktósi hindruðu blóðkekkjun Pr. melaninogenica en enginn sykranna hindraði blóðkekkjun Porph. gingivalis. Við hitun baktería að 80°C í 15 mínútur hvarf blóðkekkjun algerlega. Ef bakteríur voru hristar á vortex hristara í 15 mínútur minnkaði blóðkekkjunarhæfileiki bakteríufrumnanna til muna, en flot af hristum frumum hafði sama blóðkekkjunarhæfi- leika og óhristar bakteríur. Meðhöndlun baktería með trypsíni og chymótrypsíni minnkaði styrk blóðkekkjunar en engin áhrif sáust af meðhöndlun rauðra blóðfrumna með sörnu ensímum. Með- höndlun rauðra blóðfrumna með neuraminíðasa jók styrk blóð- kekkjunar. Ályktanir: Blóðkekkjandi þátturinn á Pr. melaninogenica er prótín sem er hægt að losa frá bakteríufrumunni. Viðtakinn á blóðfrumun- um virðist vera sykra sem inniheldur raffinósa, laktósa og galaktósa. V 17 Taugameinvirkni mæði-visnuveiru ákvarðast ekki ein- vörðungu af V4 lykkju í hjúpprótíni veirunnar Benedikta S. Hafliðadóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Agnes Helga Mart- in, Guðmundur Georgsson, Guðrún Agnarsdóttir, Robert Skraban, Valgerð- ur Andrésdóttir, Sigurbjðrg Þorsteinsdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: bsh@hi.is Inngangur: Mæði-visnuveiran (MVV) er lentiveira í kindum ná- skyld HIV í mönnum og SIV í öpum. Aðalhýsilfrumur mæði-visnu- veiru eru hnattkjarna átfrumur en gagnstætt HIV og SIV sýkir hún ekki T-eitilfrumur og veldur ekki ónæmisbælingu. Allar þessar veir- ur geta sýkt miðtaugakerfið. Veirur sem einangraðar hafa verið úr miðtaugakerfi í HIV og SIV sýkingu eru átfrumusæknar og ræðst sú sækni að einhveiju marki af eiginleikum hjúpprótíns veiranna. Efniviður og aðferðir: Til að kanna hvað ákvarðar meinvirkni mæði-visnuveiru notuðum við blendingsveiru, (VRl) þar sem breytilegasta svæði (bösum 7613-7770) hjúpprótíns veirunnar, hafði verið skipt út, en þar er ríkjandi vækiseining fyrir vaxtarhindrandi mótefni. Pessi bútur var tekinn úr veiru sem veldur litlum vefja- skemmdum í miðtaugakerfi (LVl-lKSl) og settur inn í veiru (KV1772-kv72/67) sem var sérstaklega valin fyrir meinvirkni í mið- taugakerfi. Tvær kindur sem voru sýktar í heila með blend- ingsveirunni fengu fremur vægar vefjaskemmdir í heila. Pannig að ákveðið var að gera sýkingartilraun til að ganga úr skugga um hvort þessi 157 basapara bútur valdi þeim mun sem er á meinvirkni móð- urveiranna í miðtaugakerfi. Sýktar voru sex kindur í heila með blendingsveirunni (VRl) og fimm með taugasækinni samanburðar- veiru (VRl-72). Eftir sex mánaða sýkingu voru hóparnir bornir saman með tilliti til veirueinangrunar úr blóði og líffærum, mótefnasvörunar og vefjaskemmda í miðtaugakerfi. Niðurstöður og ályktanir: í ljós kom að ekki var marktækur munur á hópunum hvað varðaði vefjaskemmdir í miðtaugakerfi. Tauga- meinvirkni mæði-visnuveiru ákvarðast því ekki einvörðungu af breytileika í ríkjandi vækiseiningu hjúpprótínsins. V 18 Vatnssækin hlaup sem innihalda veirudrepandi fituefni fyrirbyggja HSV-2 sýkingu í músum Johan Neyts', Þórdís Kristmundsdóttir, Halldór Þormar3, Erik De Clercq’ Rega Institute for Medical Research, Katholieke Universiteit Leuven, Belgíu, Myfjafræðideild HÍ, 'Liffræðistofnun HÍ Netfang: thordisk@hi.is Inngangur: Fyrri rannsóknir hafa sýnt að hlaup sem innihalda mónóglýseríð af kaprínsýru (mónókaprín) eru mjög virk gegn hjúp- uðum veirum svo sem vesicular stomatitis veiru (VSV), herpes simplex veiru (HSV), cýtómegalóveiru, respiratory syncytial veiru, visnuveiru og alnæmisveirunni HIV í frumuræktaræti í tilraunaglös- um. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort mónókapr- ínhlaup gætu hindrað HSV-2 smit um leggöng (intravaginal) eða í húð (intracutaneous) í músum, en HSV-2 hefur í in vitro rannsókn- um sýnt jafn mikla næmni gegn mónókapríni og HIV veiran. Efniviður og aðferðir: Við rannsóknir á sýkingu um húð voru 50 míkrólítrar af hlaupi settir á húð deyfðra hárlausra músa. Rispur voru gerðar í húð músanna á um 1 cm2 svæði og sáð (inoculated) með HSV-2 (10” PFU/0,05 ml). Við rannsóknir á sýkingu um leg- gangaslímhúð voru notaðir 50 ml af vírusdreifu (104 PFU/pl) bæði með og án hlaups. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að 20 mM mónókaprínhlaup hindraði leggangasýkingu með HSV2. Einnig hindraði nærvera hlaupsins sáramyndun í húð ef notað var 10 mM eða 20 mM mónókaprínhlaup. Engin erting eða eitrunareinkenni voru sjáanleg eftir að hlaupið var sett á húð eða slímhúð. Ályktanir: Langtímamarkmið þessarar rannsóknar er að þróa sýkladrepandi lyfjaform sem innihalda fitusýrur, mónóglýseríð og afleiður af þeim sem virk efni. Slfk lyfjaform má nota sem forvörn gegn smiti af völdum HIV og annarra veira og baktería sem smita um slímhimnur. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að mónókaprínhlaup geti gegnt því hlutverki. V 19 Sermisþættir sem hindra vöxt mæði-visnuveiru Valgerður Andrésdóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Benedikta St. Hafliða- dóttir Tilraunastöð HI í meinafræði að Keldum Netfang: valand@hi.is Inngangur: Sermi úr ýmsum spendýrum hafa hindrandi áhrif á vöxt mæði-visnuveiru. Sýnt hefur verið fram á að þessi veiruhindri er ekki mótefni. í þessari tilraun athuguðum við áhrif lamba- og kálfa- sermis á tvo klónaða mæði-visnustofna, stofnana KV1772kv72/67 og LVl-lKSl, sem báðir eru einangraðir úr tilraunakindum á Keld- um og eru mjög líkir; aðeins 1% munur er á erfðaefni þeirra. Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.