Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 65

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 65
ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I sókn var gerð úrfelling í vif gen mæði-visnuveiru og vöxtur athugað- ur í ýmsum frumugerðum. Efniviður og aðferðir: Klipptur var út Síyl bútur úr vif geni klónuðu veirunnar KV1772kv72/67. Pessi bútur er 451 basi, sem er um það bil tveir þriðju hlutar gensins. Æðaflækjufrumur, liðþelsfrumur og hnattkjama átfrumur voru sýktar með þessari nýju veiru og sýni tekin daglega til víxlritamælinga, en virkni víxlrita í frumufloti var tekið sem mælikvarði á veirumagn. Niðurstöður og ályktanir: í ljós kom að mæði-visnuveirur með ó- virkt Vif prótín uxu illa í öllum frumugerðum. Líklegt er því að Vif virki eins í mæði-visnuveiru og í HIV og SIV. V 23 Notagildi mælinga á sértækum Mycoplasma pneumoniae IgM mótefnum í sermi til greiningar á sýkingu Guðrún Baldvinsdóttir, Auöur Antonsdóttir, Ester Hafsteinsdóttir, Val- gerður Sigurðardóttir, Guðrún S. Hauksdóttir' Rannsóknastofa í veirufræði Landspítala Hringbraut, 'nú við störf í Noregi Netfang: geb@rsp.is Inngangur: Mycoplasma pneumoniae er algeng orsök öndunarfæra- sýkinga, sérstaklega hjá börnum og ungu fólki og veldur þá oft neðri loftvegasýkingu. Skjótrar greiningar er þörf þar sem aðrir sýklar geta valdið sömu einkennum og bakterían er ónæm fyrir 6- lactam sýklalyfjum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna nota- gildi mælinga á sértækum M. pneumoniae IgM mótefnum í sermi, samanborið við mótefnamælingar með komplementbindingsprófi (KBP). Næmi komplementbindingsprófs er lágt í upphafi sýkingar og erfitt er að túlka vægt hækkuð mótefni. Efniviður og aðferðin Afturvirk rannsókn. Notað PLATELIA M. pneumoniae IgM (Sanofi Diagnostics Pasteur). I. Sjúklingahópur: Allir sjúklingar sem greindust með marktæka hækkun mýkóplasmamótefna í komplementbindingsprófi á rann- sóknastofu Landspítala í veirufræði frá janúar 1989 til júlí 1999, alls 132. Mæld voru blóðsýnapör (264 sýni). Kynjadreifing var jöfn (64/68), miðgildi aldurs var 24,5 (2-70) ár. II. Viðmiðunarhópur: a) Einkennalausir blóðgjafar, alls 101, (101 sýni). b) Sjúklingar sem greindust með aðra orsök öndunarfærasýk- ingar, alls 65 (130 sýni). Niðurstöður: í sjúklingahópnum greindust 104/132 (79%) með já- kvætt mýkóplasma IgM, þar af voru 58/59 (98%) jákvæðir í aldurs- hópnum 20 ára eða yngri. í sýni I í sjúklingahópnum voru 11/132 (8%) með háan KBP títra >1/64 en 50/132 (38%) greindust með já- kvætt IgM, þar af 31/59 (52%) í aldurshópnum 20 ára eða yngri. Samanborið við sögulengd var IgM prófið jákvætt að minnsta kosti tveimur til þremur dögum áður en hækkun fékkst í KBP títra. I við- miðunarhópnum voru 3/101 blóðgjöfum IgM jákvæðir og 2/130 sýn- um með aðra orsök sýkinga. Sértækni reyndist 98%. Ályktanir: Mýkóplasma IgM mæling bætir greiningu, sérstaklega hjá sjúklingum 20 ára eða yngri en kemur ekki í staðinn fyrir komplementbindingspróf hjá eldri aldurshópum. Prófið greinir sýk- ingu fyrr í sjúkdómsferlinu og eykur líkur á greiningu með einu blóðsýni í stað blóðsýnapars. Sértækni prófsins var góð. V 24 29 kDa prótínkljúfur, AsaP2, er úteitur Aeromonas salmonicida undirtegundar achromogenes Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir', íris Hvanndal, Antony Willis', Valgerður Andrésdóttir' 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2MRC Immunochemistry Unit, Biochemistry, University of Oxford, UK Netfang: bjarngud@hi.is Inngangur: Aðalúteitur Aeromonas salmonicida undirtegund achromogenes er 20 kDa málmháður kaseínasi. Annar málmháður prótínasi með 29 kDa mólþunga, AsaP2, hefur greinst í seyti bakt- eríunnar. Markmið rannsóknarinnar var að einangra og skilgreina virkni AsaP2 prótínasans. Efniviður og aðferðir: Utanfrumuafurðir A. salmonicida undirteg- und achromogenes voru framleiddar og AsaP2 einangrað með út- skiljun úr SDS-geli. Hreinu ensími var sprautað í lax. í ljós kom að ensímið var ekki banvænt í skammtinum 100//g/fisk (LD50 fyrir AsaPl = 0,03 /.íg/f'isk) en framkallaði vefjaskemmdir umhverfis stungustað. Fimmtán amínósýrur (AS) á N-enda auk þriggja innri AS raða úr prótíninu voru greindar úr tryptic peptíðum, þreifarar smíðaðir og notaðir í PCR prófi. PCR afurðin var síðan raðgreind. Niðurstöður og ályktanir: Raðgreiningin leiddi í Ijós mikinn skyld- leika við eprAl gen A. hydrophila stofns sem einangraður var úr sjúkum manni. EprAl genið skráir 29 kDa málmháðan prótínkljúf. Asa P2 genið var allt raðgreint. Niðurstöður sýndu 89% samsvörun við AS röð eprAl prótínsins. Hundrað prósent samsvörun var á milli basaraða genanna á svæði sem skráir AS röð virknisvæða prótínasanna. V 25 Rannsókn á útbreiðslu salmónellasýkla í búfé á Suður- landi Guðbjörg Jónsdóttir, Signý Bjarnadóttir, Kolbrún Birgisdóttir, Kristín Grétarsdóttir, Vala Friðriksdóttir, Eggert Gunnarsson Tilraunastöö HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: eggun@hi.is Inngangur: í lok septembermánaðar 1999 greindist sýking af völd- um Salmonella typhimurium við krufningu á folaldi frá bæ í Vestur Landeyjum í Rangárvallasýslu. í nóvemberlok greindist S. typhim- urium í saursýni frá kú á stóru kúabúi í Djúpárhrepp í sömu sýslu. Við nánari rannsókn fannst salmónella í um 40% sýna úr nautgrip- um á bænum. Á næstu mánuðum greindist S. typhimurium til við- bótar í sýnum úr hrossum frá þremur bæjum í Rangárvallasýslu. Öll sýnin voru tekin vegna rannsókna á orsökum veikinda eða dauða viðkomandi dýra. Jafnframt var farið að fylgjast með salmónella mengun í sláturhúsum á Suðurlandi. í einu tilviki mátti rekja salmónella mengun í sláturhúsi til hrossa á bæ í Hvolhreppi. Bæir sem salmónella greindist á voru settir í farbann og undir sérstakt eftirlit héraðsdýralæknis. Við rannsókn hefur salmónella greinst í nautgripum, sauðfé, hrossum og hundum á þessum bæjum. Dæmi er um að heimilisfólk hafi veikst. í framhaldi af þessu var hrundið af stað yfirgripsmikilli rannsókn á útbreiðslu salmónella í búfé á Suð- urlandi. Efniviður og aðferðir: Á tímabilinu 17. mars til 25. júní 2000 voru tekin saursýni á býlum í Rangárvallasýslu neðan þjóðvegar 1 milli Þjórsár og Markarfljóts. Sýni voru tekin af eftirlitsdýralæknum yfir- dýralæknisembættisins. Tekin voru sýni úr 1635 nautgripum frá 60 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.