Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Page 71

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Page 71
ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VlSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I Ályktanir: Af þessum niðurstöðum má álykta að þorskurinn nýti sérstaklega frumubundna ónæmiskerfið og ósérvirka þætti eins og komplementkerfið og ósérvirk mótefni til að verjast sýkingu, að ninnsta kosti í upphafi sýkingar. V 41 Vessabundnir ónæmisþættir eldislúðu (Hippoglossus hippoglossus L.) Sigrún Lange, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, Bergljót Magnadóttir niraunastöð HI í meinafræði að Keldum Netfang: bergmagn@hi.is Inngangur: Lúða er tiltölulega ný tegund í fiskeldi og lofar góðu um arangur. Fiskum í eldi er oft hættara á sýkingum vegna mikils þétt- leika og streitu. Öflun þekkingar á ónæmiskerfi nýrra eldistegunda er mikilvægur liður í fyrirbyggjandi aðgerðum á þessu sviði. Efniviður og aðferðir: Blóðsýni voru tekin úr 30 lúðum, um 1,4 kg að þyngd, í Fiskeldisstöð Eyjafjarðar, Þorlákshöfn, sermi einangrað °8 geymt við -20°C. Eftirfarandi vessabundnir ónæmisþættir voru ntældir: heildarprótín- og mótefna- (IgM) magn, ósérvirkt mótefna- svar, lysozyme- og komplementvirkni, bakteríudráp, ensímtálmar °8 járnbindigeta. Þá voru áhrif hitastigs og áhrif geymslu við -20°C 3 virkni lysozyme og ensímtálma mæld. Niðurstöður: í ljós kom að prótín og IgM magn í sermi eldislúðu var Svipað og hjá öðrum fisktegunduni. Ósérvirk mótefnavirkni gegn TNP-BSA var há en engin virkni greindist gegn öðrum mótefna- vökum. Há lysozyme- og ensímtálmavirkni greindist en hitaþol Þessara þátta var breytilegt. Geymsluþol var líka ólíkt. lysozyme- Vlrkni var óbreytt eftir geymslu við -20°C en virkni ensímtálma dal- aði umtalsvert. Engin komplementvirkni mældist íþessum sermum °8 lúðusermi hafði ekki bakteríudrepandi áhrif. Járnbindigeta 'úðusermis var tiltölulega há. Ályktanir: Skortur á komplementvirkni, sem er einn af helstu varnarþáttum fiska, kom á óvart en gæti tengst ófullkominni sam- setningu ætis. Hinn mikli breytileiki, sem kom fram á milli ein- staklinga í öllum þessum mælingum, þrátt fyrir einsleitni hópsins ^vað varðar aldur og umhverfisaðstæður, kom á óvart. Ólíklegt er Því að nýta megi þessa þætti til að meta almennt heilbrigði hóps- ins. V42 Sextán ára drengur með Common Variable Immunodef- C|ency (CVI) og heilabólgu af völdum enteróveira sem giftusam- var meðhöndluð með ónæmisglóbúlíngjöf í heilahólf (IVTIG) ■gurveig Þ. Sigurðardóttir , Ásbjörn Sigfússon', Anna Þórisdóttir2 Vo^misfræðideild Landspítala Hringbraut, 'sniitsjúkdómadeild Landspítala Foss- Ndfang; veiga@rsp.is ðtefni eru nauðsynleg til að verja miðtaugakerfið sýkingum af ^ðldum enteróveira. Hér kynnum við 16 ára gamlan dreng með ’firnon Variable Immunodeficiency (CVI) sem var meðhöndlað- ^ manaðarlega með gammaglóbúlíngjöfum í æð (IVIG), þegar nn veiktist með háum hita, höfuðverk, hnakkastífleika og með- ^nundarskerðingu. g/*nuvökvi sýndi 42 einkjarna frumur/pL og hækkuð prótín, 873 ■ Meðferð fólst meðal annars í háskammta IVIG, acíklóvír og ^ a'yfjum og fór ástand drengsins hægt batnandi. Allar ræktanir Ij r kakteríum, vírusum og sveppum voru neikvæðar sem og upp- e8t PCR á blóði, mænuvökva og hægðum. Tveimur vikum eftir að hákammta IVIG meðferð var hætt versnaði sjúklingi skyndilega með vaxandi rugli, höfuðverk og ósjálfráðum hreyfingum. Endur- tekið MRI sýndi þykknun á heilahimnum sem lýstu eftir skuggaefn- isgjöf, breytingar í basal ganglia og merki um aukinn þrýsting innan hauskúpu (intracranial). Á þessu stigi lá fyrir að PCR á einu af mörgum mænuvökvasýnum var jákvætt fyrir enteróveirum. Leggur var settur inn í heilahólf og tengdur við selkar lyfjabrunn subcutant á parieto-frontal svæði. Sandóglóbúlíni 6% var dælt intra- ventriculert; 300 mg fyrsta daginn, 450 mg annan daginn, 600 mg/dag í fjóra daga, 300 mg/dag í sjö daga og loks 300 mg annan hvern dag í tvær vikur (1). Klínískur bati varð fyrst tveimur vikurn eftir að IVTIG meðferð var hafin og var síðan hraður og stöðugur. Fjórum árum eftir veikindin er taugaskoðun eðlileg og eftir sitja eingöngu vægir erfiðleikar við einbeitingu og nám. Intraventriculer iónæmisglóbúlíngjöf er meðferðamöguleiki sem ætti að koma til greina snemma í meðferð á heilabólgu af völdum enteróveira hjá sjúklingum með mótefnaskort. Heimildir L Erlendsson K. NEJM 1985; 312:351. V 43 Hvaða þættir trufla mælingu CH50 í geli? Steinunn Þórðardóttir, Kristín H. Traustadóttir, Ásbjörn Sigfússon, Kristján Erlendsson Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræöi Landspítala Hringbraut Netfang: kristtr@rsp.is Inngangur: Notaðar hafa verið tvær aðferðir til að meta heildar- virkni klassíska ferils komplementkerfisins (CH50). Önnur aðferð- in mælir hæfni sermis til að sprengja mótefnahúðuð kindablóðkorn í lausn (svokallað glasapróf), hin mælir hæfni þess til að sprengja kindablóðkorn steypt í agargel (svokallað gelpróf). Einstaka sinn- um hefur komið fram ósamræmi milli þessara mælinga og oftast þannig að sýni reynast eðlileg í glasaprófi en lækkuð í gelprófi. Markmið verkefnisins var að leita skýringa á þessu misræmi og einnig á fjölbreyttu mynstri sem kemur stundum fram í gelprófinu. Efniviður og uðfcrðir: Þrjú hundrauð níutíu og fjögur sermi voru mæld bæði í glasa- og gelprófi. Þar af voru 94 sýnanna valin vegna þess að þau höfðu áður mælst lág í gelprófinu. Hin 300 voru óvalin sýni sem komu inn til komplementmælinga. Áður voru nefndar tvær aðferðir til mælinga CH50, gerðar í glösum og geli. Mótefnafléttur voru mældar með Complement consumption. Rheumafactor og mótefni gegn Clq voru mæld með ELISA. Mótefni gegn ónæmdum kindabóðkornum voru mæld í geli. CRP var niælt á Rannsóknastofu í blóðmeinafræði. Niðurstöður: Ósamræmi kom fram í samtals 100 sýnum og mun al- gengara var að sýni væru lág í geli en eðlileg í glösum (89 sýni). I sumum sýnanna var hitaþolinn hemjandi þáttur sem rannsóknir benda til að geti verið mótefni gegn ýmsum mótefnavökum (antig- ens). Tengsl fundust við mótefni gegn komplementþætti Clq og ó- sértæk mótefni gegn kindablóðkornum. Ekki var hægt að skýra að fullu ástæður hringamyndunar í geli. Sum sýnanna mældust með marga mögulega truflunarþætti, en í öðrum fannst engin skýring á misræminu. Ályktanir: Til að mæla virkni klassíska ferils komplementkerfisins er betra að gera prófið í glösum. Hins vegar gefur gelprófið meiri Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 71

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.