Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 81

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 81
ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I Niðurstöður: Strax á öðrum degi lyfjagjafar átu rottur í HS024 hópnum meira en þær í MT-II hópnum og á fjórða og sjötta degi átu dýrin í HS024 hópnum meira, um leið og MT-II hópurinn át minna en viðmiðunarhópurinn. Við lok tilraunatímabilsins var ekki mark- tækur munur á áti MT-II hópsins og viðmiðunarhópsins. Efna- skiptahraði MT-II hópsins var hærri en hjá hinum tveimur hópun- um á öðrum degi lyfjagjafar. Auk þess léttust dýrin í MT-II hópnum sem rekja má til minnkaðs áts ásamt auknum efnaskiptahraða mið- að við viðmiðunarhópinn. HS024 hópurinn sýndi þyngdaraukningu miðað við viðmiðunarhópinn. Ályktanir: Hindrun MC-4 viðtaka eykur át í tilraunarottum. Örvun MC-3 og -4 viðtaka eykur tímabundið efnaskiptahraða. Þeim áhrif- um er ef til vill miðlað um MC-3 viðtaka. V 72 Hlutverk laktats í stjórn öndunar Jóhannes Helgason, Þórarinn Sveinsson, Jón Ólafur Skarphéðinsson Lífeðlisfræðistofnun HÍ. Læknagarði Netfang: joskarp@hi.is Inngangur: Við líkamlegt álag verður mkil aukning í loftun lungna sem ekki er hægt að skýra með breytingum í pH eða pCÖ2 í blóði, en þessir þættir eru þekktir áhrifvaldar í stjórn öndunar í hvfld. Lækkun í pH við uppsöfnun laktats hefur verið tengd þeirri miklu aukningu í loftun lungna sem á sér stað við áreynslu. Sá möguleiki að laktatanjónin sjálf örvi loftun hefur þó ekki hlotið mikla athygli. í fyrri rannsóknum dældum við blöndu af laktic sýru og salti henn- ar í sofandi rottur og hækkuðum þannig laktatstyrk í blóði. Þetta olli aukinni loftun án þess að fram kæmu breytingar á pH og pCCh í blóði. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna þá tilgátu að loftunaraukningin samfara auknum styrk laktats í blóði væri vegna aukningar í efnaskiptahraða og framleiðslu CO:. Efniviður og aðferðir: Notaðar voru 16 karlkyns Wistar rottur sem skipt var í laktat- og viðmiðunarhóp. Rotturnar voru svæfðar, æða- þræddar og líkamshita haldið við 38°C. f tilraunahópnum var blóð- þéttni laktats aukin um 10 mM á 10 mínútum án þess að pH breytt- ist. Viðmiðunarhópurinn fékk saltlausn sem var isosmótísk við laktatlausnina. Fylgst var samfellt með blóðþrýstingi, hjartsláttar- tíðni, öndunartíðni og öndunarrúmmáli. Blóðsýni voru tekin á þriggja mínútna fresti og mæld blóðgös og sýrustig. Loftskipti og súrefnisupptaka voru mæld á þriggja mínútna fresti. Niðurstöður: Inndælingin jók loftun um 40% í tilraunahópnum en 9% í viðmiðunarhópnum. Súrefnisupptaka jókst um 24% í tilrauna- hópi en 7,5% í viðmiðunarhópi og koldíoxíðframleiðslan jókst um 43% í tilraunahópi en 7,5% í viðmiðunarhópi. Munurinn á milli hópanna var marktækur. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda því til að aukningin í loftun sem verður í kjölfar hækkaðs styrks laktatanjónarinnar í blóði, sé eink- um vegna aukins efnaskiptahraða og aukinnar framleiðslu CO2. V 73 Aðgengi lyfja að lyktarsvæði manna Davíð Ólafsson, Sveinbjörn Gizurarson Lyfjafræðideild HÍ. Lyfjaþróun hf. Netfang: david@lyf.is Inngangur: Blóð-heila þröskuldurinn stendur í vegi fyrir því að hægt sé að koma mörgum lyfjum til heila. Dýrarannsóknir hafa á undanförnum árum sýnt fram á að mögulegt er að komast fram hjá þessum þröskuldi með því að flytja lyfin með lyktartaugum til heila. Til að mögulegt sé að nýta sér þessa frásogsleið er nauðsynlegt að koma lyfjunum á einfaldan og þægilegan hátt á lyktarsvæði manna. Efniviður og aðferðir: A) Nokkrum lausnum með mismunandi lyfjafræðilega eiginleika svo sem seigjustig og yfirborðsspennu var úðað í sflíkonafsteypu af nefholi manns og mælt hversu stór hluti lausnarinnar komst upp á lyktarsvæðið sem og hversu stór hluti komst upp á síuþynnuna sjálfa. B) Flúrmerkt efni var gefið í nefhol músa og skoðað í smásjá hvern- ig það dreifðist um nefholið og yfir lyktarsvæðið. Niðurstöður: Mögulegt var að úða lausnum með mismunandi seigjustig og yfirborðsspennu, innan ákveðinna marka og í tölu- verðu magni á lyktarsvæðið í heild (allt að 35,3% úðans) og einnig á síuþynnuna (allt að 29,2% úðans). Greinilegt var að stór hluti efnisins komst á lyktarsvæði músanna og hægt var að sjá að hluti þess komst í gegnum síuþynnuna til heilans. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mögulegt er að koma lyfjum í töluverðu magni á lyktarsvæði manna með því að hanna lausnir með rétta lyfjaeðlisfræðilega eiginleika og rétt nefúðatæki. Með þessu móti ætti að vera mögulegt að koma lyfjum í nægilegu magni á lyktarsvæðið og nýta sér þannig þessa frásogs- leið til heilans. Klínískt raunhæfi þessarar lyfjaleiðar myndi þá ein- ungis takmarkast af því hvort flutningsgetan fyrir lyfið væri nægi- lega mikil. V 74 Dílaskóf - efnafræði og lífvirkni innihaldsefna Guðrún F. Guðmundsdóttir, J.M. Pezzuto, Y. Dong, E.M. Greenwood, H. Kristinsson, Kristín Ingólfsdóttir Lyfjafræðideild H.í. Reykjavík, lyfjafræðideild University of Illinois at Chicago, Chicago, IL. USA, Náttúrufræðistofnun íslands, Akureyri Netfang: kring@hi.is Inngangur: Dflaskóf (Peltigera leucophlebia) er stórvaxin skóf, ná- skyld flannaskóf (P aphthosa), sem er þekktari og meira rannsök- uð. Það sem greinir þessar tvær tegundir að, útlitslega séð, er að dflaskóf hefur greinilegt dökkbrúnt æðanet á ljósum grunni á neðra borði en æðar flannaskófar eru óljósari og renna saman, þannig að neðra borð hennar verður svo til allt brúnt. Efniviður og aðferðir: Tenuiorín, sem efnafræðilega flokkast sem þrídepsíð af orcinol gerð, var einangrað í fyrsta sinn úr P. leucophlebia með því að þátta asetónextrakt með öfugfasa skiljun á kísilgelsúlu. Vetnis- og kolefniskjarnagreiningum (NMR) var beitt til ákvörðunar á hreinleika og efnabyggingu tenuioríns. Niðurstöður: Fléttan P. leucophlebia hefur ekki áður verið rannsök- uð með tilliti til líffræðilegrar virkni, nema að mjög takmörkuðu leyti. Rannsóknir hafa nú leitt í ljós, að hráextrakt fléttunnar sýnir vaxtarhindrandi verkun gegn bakrita alnæmisveirunnar (HIV-1 reverse transcriptase) in vitro með IC50 94,1 pg/ml, en slík virkni telst verðskulda frekari rannsóknir sem miða að einangrun virkra efna á hreinu formi og virknimælingum þeirra. Hráextrakt hefur einnig sýnt áhugaverða virkni í prófum sem hönnuð hafa verið til að meta forvarnaráhrif gegn krabbameini (cancer chemoprevention). Þá hindrar hráextrakt dflaskófar virkni 15-lípoxygenasa in vitro. Unnið er að einangrun virkra efna. Læknabladið / FYLGIRIT 40 2000/86 81

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.