Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 85

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 85
ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I Efniviður og aðferðir: Alls tók rannsóknin til 316 einstaklinga (215 karlmanna og 101 konu) á aldrinum 15-24 ára er leituðu meðferðar á Vogi á tímabilinu október 1998 til apríl 1999. Rannsóknin beindist fyrst og fremst að neyslu áfengis, amfetamíns, benzódíazepínsambanda, kannabis, kókaíns og morfínlyfja. Upplýsingum um neysluna var annars vegar aflað með því að sjúk- lingar voru spurðir um neyslu sína allt að tveimur vikum fyrir inn- lögn, samkvæmt stöðluðum spurningarlista og hins vegar með því að rannsaka þvagsýni sem tekin voru við innlögn. Niðurstöður þvagrannsókna voru bornar saman við sögu sjúklinga. Niðurstöður: Algengast var að menn lýstu neyslu á kannabis (205), næst algengast var neysla á áfengi (104), þá á amfetamíni (96), benzódíazepínsamböndum (50), kókaíni (30) og loks á morfínlyfj- um (17). Alyktanir: Að jafnaði var mjög gott samræmi á milli sögu og niður- staðna rannsókna. Bendir það til þess að neyslusaga sjúklinga við innlögn á meðferðarstofnun gefi marktækar upplýsingar um neyslu þeirra. V 85 Samanburður á áhættuþáttum háþrýstingssjúklinga eftir því hvort þeir eru á meðferð eða ekki. Rannsókn Hjartaverndar Lárus S. Guðmundsson Guðmundur Þorgeirsson', Magnús Jóhanns- son', Nikulás Sigfússon/ Helgi Sigvaldason', Jacqueline C.M. Witteman3 lRannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði HÍ. 2Hjartavernd, 3Dpt of Epidemi- ology and Biostatistics, Erasmus University Medical School, Rotterdam, Hollandi Netfang: magjoh@hi.is Inngangur: Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að gera samanburð á áhættuþáttum karla með langvinnan háþrýsting eftir því hvort þeir fengju lyf við háþrýstingi eða ekki. Áhættuþættir karla úr stigi II og III í hóprannsókn Hjartaverndar voru metnir. Efniviður og aðferðir: Karlar í hóprannsókn Hjartaverndar sem tóku þátt í stigi II og III var skipt eftir blóðþrýstingi og lyfjanotkun gegn háþrýstingi. Þeir sem tóku lyf gegn of háum blóðþrýstingi voru flokkaðir sem háþrýstingssjúklingar óháð því hver blóðþrýstings- gildi þeirra voru. Karlar með háþrýsting sem fengu enga meðferð við komu II og III (n=442) voru bornir saman við þá sem tóku lyf við of háum blóðþrýstingi við komu II og III (n=82). Eftirfarandi á- hættuþættir voru metnir: heildarkólesteról, þríglýseríð, blóþrýsting- ur, reykingar, prótín og glúkósa í þvagi, stærð vinstri slegils, saga um hjartadrep, hjartaöng, ST-T breytingar og hjartastækkun. Niðurstöður: Karlar á langtímameðferð við of háum blóðþrýstigi höfðu slagbils-/hlébilsþrýsting 169,2 (SD 19,3)/ 105,6 (SD 10,6) mmHg en þeir sem voru með langvinnan háþrýsting (fimm ár) án meðhöndlunar höfðu blóðþrýsting 162,3 (SD 15,0)/101,3 (SD 7,6) mmHg. Karlar á langtímameðhöndlun (fimm ár) við of háum blóð- þrýstingi höfðu marktækt hærri slagbils- og hlébilsblóðþrýsting (p=0,003 og p=0,001), oftar hjartaöng (p=0,0004) og ST-T breyting- ar (p=0,001) borið saman við menn sem höfðu langvinnan háþrýst- ing án meðhöndlunar. Ekki var munur á hópunum varðandi aðra mælda áhættuþætti. Ályktanir: Svo virðist sem það hversu mikil blóðþrýstingshækkunin er, sem og vissir aðrir áhættuþættir (hjartaöng og ST-T breytingar) hafi áhrif á hvort lyfjameðferð við háþrýstingi er hafin eða ekki. V 86 Yfirborðspennumælingar á sýklódextrínlyfjafléttum með og án vatnssækinnar fjölliðu í vatnslausnum Auður Magnúsdóttir, Þorsteinn Loftsson, Már Másson Lyfjafræðideild HÍ Netfang: audurm@hi.is Inngangur: Yfirborðsvirk efni eru oft notuð til að auka leysni fitu- sækinna lyfja í vatnslausnum og vantssæknar fjölliður auka þessi á- hrif. Rannsóknir Þorsteins Loftssonar og samstarfsmanna hafa leitt í ljós að hægt er að auka leysni lyfja í sýklódextrín- (CD) fléttum með vatnssæknum fjölliðum en ekki hefur verið fyllilega skýrt hvernig fjölliðan eykur leysni lyfsins. Markmið verkefnisins var að nota yfirborðsvirknimælingar til að kanna hvort sýklódextrínfléttur mynda mísellur í vatnslausnum og kanna hvaða áhrif vatnsleysan- legar fjölliður hafa á yfirborðsvirkni lausnanna og mísellumyndun. Efniviður og aðferðir: í rannsóknina voru notuð náttúruleg sýkló- dextrín (a-CD, þ-CD og y-CD), hýdroxýprópýl-þ-CD og “random- ly” metýlerað þ-CD. Fjölliðan var hýdroxýprópýl-metýlsellulósi og lyfin voru hýdrókortisón og ýmis bólguleyðandi lyf (NSAID). Yfir- borðsvirkni lyfjalausnanna, sýklódextrínlausnanna og lausna sem innihéldu fléttu lyfs og sýklódextríns voru mældar í Kruss yfirborðs- spennumæli. Áhrif sýklódextríns og fjölliðu á leysni lyfjanna voru einnig rannsökuð. Niðurstöður: Mælingar sýndu að fléttur lyfja við sýklódextrín voru yfirborðsvirkar. Vatnsleysanlegar fjölliður auka yfirborðsvirkni sýklódextrínfléttulausna. NSAID lyf eru yfirborðsvirk og við háan styrk mynda þau gel. Leysniferlar NSAID lyfja í sýklódextrín- lausnum eru línulegir með hallatölu >1 sem þýðir að hver sýkló- dextrínsameind leysir fleiri en eina lyfjasameind. Þetta bendir sterklega til þess að lyfin séu á míselluformi. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að áhrif fjölliðunnar á leysni lyfjanna sé meðal annars vegna samspils hennar við mísellur sem eru myndaðar af sýklódextrínfléttum. Æskilegt væri að fá frek- ari staðfestingu með öðrum mæliaðferðum eins og 'HNMR og flúr- ljómunarmælingum. V 87 Cýklóserín forlyf Þorsteinn Þorsteinsson', Már Másson', Þorsteinn Loftsson', Tomi Jar- vinen2 'Lyfjafræðideild HÍ, :Dpt of Pharmaceutical Chemistry, University of Kuopio, Finn- landi Netfang: thorstt@hi.is Inngangur: Áður höfum við sýnt fram á að með því að smíða fituefna- afleiður af lyfjum má auka flutning í gegnum húð og aðrar himnur veru- lega. Ákveðin fituefni hafa hingað til verið notuð sem frásogshvatar fyr- ir flutning á lyfjum í gegnum lífrænar himnur. í þessu verkefni voru smíðuð og rannsökuð áhrif nokkurra fituefna á þekkt bakteríudrepandi lyf'. cýklóserín. Efiiiviður og aðferðin Nokkrar afleiður af lyfinu cýklóserín voru smíð- aðar með því að vemda fyrst amínóhóp lyfsins, samtengja mismunandi langt fituefni á og afvemda síðan amínóhópinn. Þessi efni voru öll efna- greind með NMR. Stöðugleiki þessara afleiða var rannsakaður og um- breyting þeirra af völdum ensíma aftur í lyf rannsökuð í mannasemii. Niðurstöður og ályktanir. Nýjar fitusæknar afleiður af lyfinu hafa verið smíðaðar og sýnt hefur verið fram á að lyfið myndast aftur. Þessar af- leiður auðvelda flutning í gegnum lífrænar himnur og verður það próf- að á næstunni sem flutningskerfi fyrir cýklóserín. Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.