Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 91

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 91
ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. Áhugaverða svæðið hefur verið þrengt með "fín-kortlagningu” (fine-mapping) úr 20 cM niður í 6 cM (rúmlega sex milljónir basar). Nú stendur yfir raðgreining svæðisins og greining gena. V 104 Að standa upp af stól krefst nákvæmrar samhæfingar María H. Þorsteinsdóttir Sjúkraþjálfunarskor Netfang: mth@hi.is Inngangur: Að standa upp af stól er algeng dagleg hreyfing sem sumum reynist erfið. Hreyfingin felur í sér tilfærslu á líkamsmassan- um fram og upp, sem gerir kröfur um krafta og skriðþunga. Á sama tíma þarf að hafa nákvæma stjórn á jafnvægi, sérstaklega þegar fært er af stórum undirstöðufleti (sitjanda) yfir á lítinn (fæturna). Mark- miðið með þessari rannsókn var að skoða eðlilega stjórn þessarar hreyfingar. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru sjö heilbrigðir, ungir ein- staklingar. Sjö endurteknar hreyfingar voru greindar hjá hverjum þeirra, alls 49. Myndgreining var gerð út frá 14 endurskinsmerkjum á hægri hlið líkamans (tvær CCD myndavélar, ELITE) og viðnáms- kraftar jarðar greindir með fjórum kraftplötum (AMTI), tvær und- ir sitjanda og tvær undir fótum. Merkin voru stillt saman í tíma, um- breytt á stafrænt form, síuð og sérstakt forrit (Axograph) notað til að reikna út tímasetningar, stærðir og hraða á hreyfingu og kröft- um. Niðurstöður og ályktanir: Hreyfingin hófst með aukningu krafta undir rassi í áttina aftur og niður (atlag) og síðan færslu fram á bol (skriðþungi fram). Hraði á massamiðju líkamans fram á við náði há- marki stuttu áður en rass lyftist frá sætinu og lóðrétt hröðun upp átti sér stað samfara því. Þungi hafði þá færst yfir á fætur og láréttir kraftar í áttina fram á við mældust undir fótum sem náðu hámarks- hraða um leið og færsla líkamsmassans fram á við. Ályktað er að hlutverk þessara krafta sé að dempa skriðþungann fram og þannig hafa stjóm á jafnvægi. Dempunin verður að vera nákvæmlega tíma- sett og hæfilega mikil til að stýra færslu massans og beina færslunni upp á við án þess að stöðva skriðþungann. Þannig fæst hagkvæm og örugg hreyfing. V 105 Tengsl álagsverkja í sköflungi við styrk og þol í tibialis vöðvum Abigail G. Snook Sjúkraþjálfunarskor læknadeild HÍ Netfang: abigail@hi.is Inngangur: Verkur í sköflungi við áreynslu er almennt talin vera einkenni um ofálag en ýmsar orsakir geta legið að baki. Ekki er vit- að hvernig starfsgeta vöðva (invertora í ökkla) er tengd þessu vandamáli. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða samband styrks og þols í tibialis vöðvum (isokínetískt) við álagsverki framan- vert á fótlegg sem tengdust “high-impact” áreynslu (æfingum þar sem báður fætur eru einhvern tímann á lofti samtímis, eins og við hlaup). Efniviður og aðferðir: Fjörutíu þáttakendur á aldrinum 21-38 ára sem ekki voru með verki í hægri fótlegg á þeirn tíma sem rannsókn- in var gerð. Styrkur var mældur sem hámarkskraftvægi staðlað með líkamsmassa. Vinna vöðvans var reiknað sem margfeldi af meðal- talskraftvægi og snúningshorni ökklahreyfingar (hraði 30°/sek). Þol VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I var prófað með 50 endurteknum “concentrískum” og “eccentrísk- um” samdráttum á hraðanum 160°/sek og mælt sem 1) hlutfall vinnu í síðustu 10 samdráttum og þeim fyrstu 10, annars vegar og sem 2) hlutfall vinnu í síðustu 10 samdráttum og vöðvavinnu hins vegar. Þátttakendur svöruðu spurningum um sköflungsverk tengd- an áreynslu. Niðurstöður og ályktanir: Þátttakendur sem höfðu sögu um á- reynsluverk reyndust hafa minna þol bæði “concentrískt” og “- eccentrískt” en þeir sem ekki höfðu sögu um slíkan verk, en ekki samsvarandi minni styrk. Niðurstöður bendu því til að sterkur vöðvi hafa ekki endilega gott úthald. Erfitt er að segja til um hvort minnkað þol er orsök eða afleiðing sköflungsverkja, en enginn þátt- takenda fékk verk meðan á mælingu stóð eða á eftir. Meðferð eða forvörn sköflungsverkja ætti að fela í sér þolþjálfun tibialis- vöðvanna. V 106 Fólk sækist eftir aukinni hreyfingu heilsunnar vegna Svandís Sigurðardóttir, Þórarinn Sveinsson Sjúkraþjálfunarskor læknadeild HÍ Netfang: svandis@hi.is Inngangur: Það virðist tiltölulega einfalt að tileinka sér hæfilega reglubundna hreyfingu en það vefst þó mjög fyrir fólki. Reynslan af því að hvetja fólk til reglubundinnar hreyfingar sýnir að það er ekki auðvelt verkefni. Það virðist vanta betri áætlanir og aðferðir, sem byggðar eru á ítarlegum rannsóknum. í þessari könnun voru marg- ir þættir skoðaðir í von um að geta veitt almenningi markvissari leiðbeiningar. Könnunin er gerð að fyrirmynd finnskrar rannsókn- ar og í náinni samvinnu við UKK-stofnunina í Tampere í Finnlandi. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var sendur til 1650 íslendinga í apríl 1997. Urtakið var slembiúrtak úr þjóðskrá úr aldurshópunum 20-80 ára. Á listanum eru 49 ítarlegar spurningar, meðal annars um hvetjandi og letjandi áhrif á hreyfingu fólks. ítrekunarbréf voru send út þrisvar. Niðurstöður: Nettó svörun í könnuninni var um 53%. Þegar spurt var um hvaða áhrif fólk teldi að trinnn (almenningsíþróttir) hefði á sig var notaður sjónrænn kvarði (VAS) frá 0 og upp í 10. í ljós kom að þeir sem eru að hugsa um að auka sína hreyfingu líta svo á að hreyfingin bæti heilsuna (8,3), að það sé hressandi og endurnærandi (7,9) og róandi (7,5). Útivera vegur þungt hjá þessum hópi líka (8,2) en heldur minna máli skiptir að halda þyngdinni í skefjum (6,3). Einnig var spurt um hvort fólk teldi sig hafa nægilegan tíma fyrir sjálft sig. Fram kom að nær helmingur yngra fólksins (20-44 ára) hefur aðeins nægjanlegan tíma af og til eða næstum aldrei. Ályktanir: Þeir sem hafa hug á að að auka hreyfingu sína gera það til að bæta heilsuna og auka vcllíðan. Tímaskortur er áberandi hjá yngra fólkinu sem er líkleg ástæða þess að það hreyfir sig ekki meira en raun ber vitni. Læknablaðið FYLGIRIT 40 2000/86 91 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.