Frjáls verslun - 01.01.2009, Page 109
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 109
Bílar
Mercedes-Benz GLK kom á
markaðinn seint á síðasta ári;
jepplingur smíðaður í Brimaborg.
GLK-inn er í beinni samkeppni við
Toyta RAV, Volkswagen Tiguan,
BMW x3 og Land Rover Freelander.
Fyrst þegar ég sá myndir af honum
fannst mér hann ljótur, en þegar
maður hittir hann í eigin persónu, er
hann sterklegur, vel hannaður bíll.
Öðruvísi en keppinautarnir.
GLK-inn er smíðaður á W204
botnplötuna sem nýi C-bílinn situr
á. Þökk sé sjálfstæðri fjöðrun og
öflugu fjórhjóladrifi, þar sem 55 %
af aflinu fer í afturhjólin en 45%
í framhjólin. Stýrið er frábært og
þyngist með aukinni ferð. Hurðirnar
eru stórar og opnast vel. Allur innri
frágangur er til fyrirmyndar. Mælar
og stjórntæki á réttum stað. Mjög
hljóðlátur bíll. Reynsluakstursbílinn
var ekki á vetrardekkjum. En
frábært fjórhjóladrifið gerði það að
verkum, þrátt fyrir mikla hálku og
slabb, að bíllinn var alltaf fótviss;
rásfastur.
Ég ákvað að aka honum yfir
lokaða Lyngdalsheiðina. Ekkert
vandamál. Það er hátt undir bílinn,
og hann hafði ekkert fyrir því að fara
þennan lokaða veg.
Á langkeyrslu fer vel um mann;
sætin eru afbragðsgóð og útsýnið
gott. En fyrir stærri fjölskyldur
eru takmarkanir. Skottið mætti
vera stærra. Og það er í þrengsta
lagi fyrir þrjá fullvaxna að sitja í
aftursætinu. En ekkert vandamál í
styttri ferðum.
Með GLK hefur Benz tekist að
búa til bíl sem aðrir framleiðendur í
jepplingaflokknum þurfa að skáka.
En það eru að koma á markaðinn
spennandi bílar í þessum stærðar-
flokki, þannig eru Audi Q5 og SAAB
9-4x mjög lofandi. Kannski er
skákin ekki unnin.
Páll Stefánsson reynsluekur Mercedes-Benz GLK
skák og mát