Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 114

Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 114
114 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 V ið opnuðum veitingastaðinn í des- ember 2006 með það í huga að bjóða Íslendingum sem og erlendum ferðamönnum upp á ferskan fisk daglega, lífrænt ræktað meðlæti og heildarhugsun í næringarfræðilegri útfærslu matarins. Þannig völdum við að hafa skyr í sósunum, nota spelt og bygg í deigið og nota aldrei hvítan sykur, hvítt hveiti eða aukaefni í matargerðina. Repju- olía er notuð til steikingar og frönskurnar okkar eru ofnbakaðar í ólífuolíu. Allur maturinn er unninn hér í eldhúsinu okkar. Ekkert er keypt fyrirfram matreitt. Við erum svo heilög í þessari framsetningu að við útbúum jafnvel gosdrykkina sjálf úr ávöxtum og agave nectar til að losna við sykur og aspartam,“ segir Erna Kaaber, sem sagði skilið við fjölmiðla fyrir rúmum tveimur árum og hóf rekstur Icelandic Fish & Chips við Tryggvagötu. „Ég hef frá upphafi sinnt öllum þeim störfum sem til falla, hvort sem það er uppvask eða skúringar, hönnun uppskrifta, matargerð eða markaðsmál. Málningarvinnu, fyrirlestrar og ferðaþjónusturáðgjöf hef ég einnig gripið í sem og samningu viðskiptaáætlana, eldamennsku og framreiðslu. Einhvers staðar er víst skrifað að sá sem stýrir fyrirtæki þurfi að kunna skil á öllum stigum þess og störfum. Það datt kannski úr tísku í hinu svokallaða góðæri. Ætli það breytist nú ekki eitthvað á komandi árum. Þessa dagana erum við að skoða það að opna veitingastaði annars staðar í heiminum. Við vorum spenntust fyrir breska markaðnum þar sem þetta er jú þeirra þjóðarréttur, þó matreiðslan sé kannski ekki alveg sú sama. Við hrunið í haust breyttust allar forsendur og í framhaldinu settum við áhersluna á Bandaríkin. Þar erum við að skoða svæði sem virðast vera í uppbyggingu þrátt fyrir ástandið. Við vonumst einnig til þess að fleiri ferða- menn skili sér hingað vegna gengisins. Okkur finnst eins og það séu fleiri ferðamenn hér heldur en á sama tíma í fyrra og vonandi verður sumarið gott. Það hefur verið afar vel fólk Erna Kaaber: „Eftir því sem börnin eldast eykst skutlið, alls kyns æfingar og áhugamál sem þarf að sinna og þá er afar nauðsynlegt að eiga góða að enda ekki alltaf hægt að komast úr vinnu þrátt fyrir að ég sé minn eigin húsbóndi.“ veitingamaður á icelandic Fish & Chips Erna KaabEr Nafn: Erna Guðrún Kaaber. Fæðingarstaður: Reykjavík, 23. maí 1973. Foreldrar: Sverrir Örn Kaaber og Svanhildur Guðmundsdóttir. Börn: Emilía Sara 13 ára, Hrafnar 8 ára og Margrét Klara 7 ára. Menntun: Stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði. um okkur fjallað í erlendum miðlum, sér í lagi í Bretlandi, og það er nú ekki slæmt að fá hól úr þeirri áttinni.“ Erna á þrjú börn: „Það elsta fermist í vor og yngri börnin tvö eru bæði farin að reima skóna sína en við þann áfanga breytist ansi margt. Ég fæ mikla hjálp með börnin frá for- eldrum mínum. Eftir því sem börnin eldast eykst skutlið, alls kyns æfingar og áhugamál sem þarf að sinna og þá er afar nauðsynlegt að eiga góða að enda ekki alltaf hægt að kom- ast úr vinnu þrátt fyrir að ég sé minn eigin húsbóndi. Stelpurnar æfa listdans á skautum og ég hef mjög gaman af því að skauta með þeim. Einkasonurinn er svo í fótbolta en þar er ég ekki liðtæk. Okkur þykir hins vegar öllum gott að fara í laugarnar og það gerum við reglulega saman. Annars finnst okkur allra skemmtilegast að lesa. Saman eða sitt í hvoru lagi. Náttborðin okkar eru alltaf full af bókum og sumir fjölskyldumeðlimir fara helst ekki úr húsi án þess að hafa eina bók meðferðis.“ Tækjaleiga Sense býður fyrirtækjum og einstaklingum bestu fáanlegu þjónustu þegar skipuleggja á viðburð. Hvort sem um tónleika, ráðstefnur, fundi, sýningar eða veislur er að ræða getur Tækjaleigan veitt bæði búnað og tækniþjónustu fyrir verkið. Með eitt stærsta framboð búnaðar og helstu sérfræðinga landsins á sínu sviði verður umgjörðin vel heppnuð. Við veitum lausnir á sviði hljóð- og myndbúnaðar, ljósabúnaðar, tölvubúnaðar, prent- búnaðar, túlkabúnaðar og streymiþjónustu yfir netið. Vertu laus við áhyggjur af tæknimálum og hafðu samband við sérfræðinga okkar á leiga@sense.is.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.