Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 5
TÍMARIT MÁI.S OG MENNINGAR 187 en forniaður framkvæmdastjórnar er Andrés' G. Þormar, aðal- gjaldkeri. Aðrir stjórnarmenn, eru Ragnar Jónsson, fulltrúi (vara- formaður), Kristján Guðlaugsson, ritstjóri (ritari), E. Ragnar Jónsson, forstjóri (gjaldkeri), Ármann Halldórsson, magister, Kristinn E. Andrésson, magister, og Ragnar Ólafsson, lögfræð- ingur. Umsóknir og bréf er réttast að senda til Útgáfufélagsins Landnámu, pósthólf 575, Reykjavík, en félagið mun þegar hafa umboðsmenn á flestum stöðum á landinu, sem menn geta snú- ið sér til. * FAGUR VIÐBURÐUR. Meðal íslenzkra menningarafreka und- anfarið má telja flutning tveggja höfuðverka tónlistarinnar, með árs millibili, verka, sem útheimta mikið mannval söngfólks og hljóðfæraleikara — auk stjórnenda, sem hafi þekkjngu, áræði og þrótt til að færast í fang annað eins ofurefli og að skapa hlut- gengan listflutning í fátæku landi að almennri tónmennt. En þetla tókst snillingi eins og Páli ísólfssyni fyrstum manna i fyrra, þar sem Sköpunin var, eftir Haydn, og nú á aðventunni dr. Viktori Úrbanssyni*), þegar liann stýrði Messíasi eftir Hen- del á vegum Tónlistafélagsins í Reykjavíkurfrikirkju. Helgitón- listin býr yfir mikilli tign og annarlegri fegurð, en jiar er Mess'- ias í tölu öndvegisverka, og sjaldan hefur mannshugur birzt í svo vonfagurri lotningarhelgi andspænis guðinum eins og í þessu siðkristna listaverki, sem er um leið, ásamt nokkrum kirkju- tónsmíðum Bachs og Passíusálmum Hallgríms Péturssonar, i hópi hinna fáu andlegu höfuðafreka, sem prótestantisminn getur tal- ið sér, — Passíusálmar vorir þó aðeins með fyrirvara vegna hinna klassisku kristnu áherzlu þeirra á píslunum sem mið- þyngdarstað. í Messíasi Hendels eru píslirnar meir hafnar til and- riks sigurljóðs heldur en í nokkru liinna prótestantisku hélgiverka Bachs, og þó verður fögnuður kóranna i Messíasi hvergi ver- aldlegur, svo alþýðlegur sein Hendel annars er i stefavali. Það er sama hvar hlustað er i þessu verki: áheyrandinn er alltaf staddur í skini „annars Ijóss“, hvort heldur i kórunum, sem risa eins og tónmusteri upp i kringum hin einföldu grunnhljóðfæri smáorkestursins, sembalóið og trómetið, eða hinni stilltu hrynjandi einsöngvanna, sem ná hámarki tignar i mjúkum líðandi töfrum pastóralaríunnar fyrir altó, sem ungfrú Guðrún Þorsteinsdóttir söng. *) Ég bið hann afsökunar, þótt ég kunni ekki að skrifa nafn hans nema á íslenzku. 13*

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.