Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 7
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 189 að visu sama persónan, sem enn gekk fram fyrir skjöldu, þetta skemmtilega „maskott" okkar i stjórnmálunum, Jónas Jónsson, — að þessu sinni ekki í hlutverki menntamálaformanns, held- ur sem formaður utanrikismálanefndar hins íslenzka Alþingis. Hann snýr sér nú að því að inna af hendi fyrir okkur dipló- matisk afrek á háu stigi. Timarnir eru alvarlegir og nú var mikið í húfi að rétt áherzla væri lögð á íslenzka sjálfsvirð- ingu, þjóðrækni og þjóðarmetnað gagnvart stórveldum heims- ins, enda var hin diplómatiska sókn hafin á tveim vettvöngum í senn. Þetta gerðist síðla sumars. Hið utanríkispólitíska afrek hófst með þvi, að formaðurinn tók sér fyrir hendur að skrifa í höfuðmálgagn ríkisstjórnarinnar ritgerð mikla, þar sem sýnt var fram á með allt að 30 dálka rökleiðslu, að nafngreindur stjórnmálamaður nafngreinds erlends stórveldis hygðist að leggja Island undir stórveldi þetta, og hefði á launum nafngreinda menn til að lialda uppi landráðastarfsemi hér innanlands með þetta takmark fyrir augum. Stórveldi það, sem ætlaði að leggja ísland undir sig, ótti að vera Samband Ráðstjórnarlýðveldanna, og stjórn- málamaður sá, sem formaður utanríkismála vorra nafngreindi sem þann erkióvin, er kappkostaði að standa yfir höfuðsvörðum ís- lenzka ríkisins, var Jósef Stalin, sovétrússneskur foringi. For- maður utanríkismálanefndar skýrði frá þvi, að liinn nafngreindi erlendi stjórnmálamaður liygðist einkum að ná takmarki sínu, að leggja ísland undir Ráðstjórnarlýðveldin, með stofnun bókmennta- félags, sem nefnist Landnáma og áformar, samkvæmt boðsbréfi ný- útsendu, að gefa út verk Gunnars Gunnarssonar á íslenzku og jafnvel verk séra Hallgrims Péturssonar. Skorar formaður utan- rikismála vorra i þessu sambandi á þjóðholla íslendinga að lesa verk Gunnars Gunnarssonar (og Passíusálma Hallgrims Péturs- sonar?) á útlendum þjóðtungum fremur en gera Jósef Stalin það til eftirlætis að lesa þau á islenzka tungu, og visar (sem utanríkismálaformaður? eða formaður menntamálaráðs?) Gunn- ari Gunnarssyni skáldi og bónda á Skriðuklaustri í útlegð frá ístandi fyrir fullt og allt. Nú er hin hlutlæga hlið þessa máls að vísu athugunarefni fyr- ir sig, t. d. hvort nokkuð hafi komið fram, sem bendir til þess að stórveldi það, sem formaður utanrikismála tilgreinir, hafi gert sig líklegt til að leggja undir sig fsland, eða stjórnmálamaður sá, sem hann nefnir, hafi yfirleitt gefið ástæðu til að ætla, að hann hafi heyrt ísland nefnt o. s. frv., og verða þau efni ekki rakin hér. Hið trúlegasta í þvi máli er þó það, að Ráð- stjórnarlýðveldin mundu sennilega ekki vilja sjá ísland, þótt þeim stæði það til boða gefins. Hitt skiptir meira máli, að ís-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.