Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 8
190 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR land hefur þegar verið heriiumið af öðru stórveldi, Bretaveldi, og liggur undir það sem stendur, svo ef menn sækjast eftir að komast í geðshræringu út af yfirráðum stórvelda yfir íslandi, þá virðist vera nær að litast um i heimi staðreyndanna en skapa sér sálarangist út af þokukenndum hugarórum um einliver fram- líðarhernám, sem eigi að grundvallast á prentun verka Gunnars Gunnarssonar og Passiusálmunum. Maður hefði freistazt til að halda, að utanríkisformaður vor lifði með öllu utan við hinn lilutlæga veruleik, óháður því, sem væri að gerast á jörðinni, ef ekki hefði um þetta leyti birzt i dagblöðum og skopblöðum frásögn af áframhaldandi fulltrúa- starfsemi lians fyrir hönd islenzka rikisins, sem benti til hins gagnstæða, og víkur nú sögunni að vettvangi nr. 2 i hinni dipló- matisku sókn siðsumarsins. Frásögn þessa minnisverða atburð- íir er staðfest af íslenzkum sjónarvottum. Sömu dagana og utan- ríkisformaður vor ber hinar djörfu ásakanir sínar fram opin- berlega gegn hinum erlenda stjórnmálamanni í höfuðmálgagni is- lenzku rikisstjórnarinnar, ber svo við, að kanadískir innrásarher- menn halda útiskemmtun í Hveragerði hér fyrir austan fjall. Var skemmtun þessi að sögn aðallega falin í því, að nokkrir sol- dátar sögðu brandara og spiluðu á hárgreiðu. Rigning var úti. Um skemmtun þessa mundu hins vegar aldrei hafa farið nein- ar sögur meðal íslendinga, ef hún liefði ekki orðið til þess að gefa einum helzta trúnaðarmanni íslenzka ríkisins tækifæri til að setja met i opinberri háttvísi og milliríkjakurteisi. Formaður uíanríkismálanefndar hins íslenzka Alþingis fann sig sem sé tilknúðan að koma fram á samkomu þessari, ef ekki i embættis- nafni, þá að minnsta kosti sem fulltrúi islenzkrar sjálfsvirðing- ar, íslenzkrar þjóðrækni og þjóðarmetnaðar, og hann gerði það að vonum á þann hátt, sem lengi verður i minnum haft hér á landi. Er svo frá skýrt, að formaður utanríkismálanefndar hafi komið til þings þessa með hátiðlegum lotningarsvip, bersýni- lega hrærður af þessum einstaka heiðri, og var visað til sæt- is meðal hinna útlendu soldáta. Þegar rigningin tók að vaxa, köstuðu soldátar yfir hann tjaldbotni og sást fulltrúi islenzks þjóðarmetnaðar reka þar höfuðið út undan boldanginu i rign- ingunni og hlusta i lielgihljóðri upplitningu á hárgreiðsluspil- verkið og flimtan soldátanna (sem liann mun þó varla hafa skil- ið til fulls). * H. K.L. „SÉRA LÁRA“. Mikið upplost varð nýlega í höfuðstaðnumkring- um andatrúarkvenprest alþekktan, „séra Láru“, sem allt i einu var

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.