Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Qupperneq 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Qupperneq 8
190 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR land hefur þegar verið heriiumið af öðru stórveldi, Bretaveldi, og liggur undir það sem stendur, svo ef menn sækjast eftir að komast í geðshræringu út af yfirráðum stórvelda yfir íslandi, þá virðist vera nær að litast um i heimi staðreyndanna en skapa sér sálarangist út af þokukenndum hugarórum um einliver fram- líðarhernám, sem eigi að grundvallast á prentun verka Gunnars Gunnarssonar og Passiusálmunum. Maður hefði freistazt til að halda, að utanríkisformaður vor lifði með öllu utan við hinn lilutlæga veruleik, óháður því, sem væri að gerast á jörðinni, ef ekki hefði um þetta leyti birzt i dagblöðum og skopblöðum frásögn af áframhaldandi fulltrúa- starfsemi lians fyrir hönd islenzka rikisins, sem benti til hins gagnstæða, og víkur nú sögunni að vettvangi nr. 2 i hinni dipló- matisku sókn siðsumarsins. Frásögn þessa minnisverða atburð- íir er staðfest af íslenzkum sjónarvottum. Sömu dagana og utan- ríkisformaður vor ber hinar djörfu ásakanir sínar fram opin- berlega gegn hinum erlenda stjórnmálamanni í höfuðmálgagni is- lenzku rikisstjórnarinnar, ber svo við, að kanadískir innrásarher- menn halda útiskemmtun í Hveragerði hér fyrir austan fjall. Var skemmtun þessi að sögn aðallega falin í því, að nokkrir sol- dátar sögðu brandara og spiluðu á hárgreiðu. Rigning var úti. Um skemmtun þessa mundu hins vegar aldrei hafa farið nein- ar sögur meðal íslendinga, ef hún liefði ekki orðið til þess að gefa einum helzta trúnaðarmanni íslenzka ríkisins tækifæri til að setja met i opinberri háttvísi og milliríkjakurteisi. Formaður uíanríkismálanefndar hins íslenzka Alþingis fann sig sem sé tilknúðan að koma fram á samkomu þessari, ef ekki i embættis- nafni, þá að minnsta kosti sem fulltrúi islenzkrar sjálfsvirðing- ar, íslenzkrar þjóðrækni og þjóðarmetnaðar, og hann gerði það að vonum á þann hátt, sem lengi verður i minnum haft hér á landi. Er svo frá skýrt, að formaður utanríkismálanefndar hafi komið til þings þessa með hátiðlegum lotningarsvip, bersýni- lega hrærður af þessum einstaka heiðri, og var visað til sæt- is meðal hinna útlendu soldáta. Þegar rigningin tók að vaxa, köstuðu soldátar yfir hann tjaldbotni og sást fulltrúi islenzks þjóðarmetnaðar reka þar höfuðið út undan boldanginu i rign- ingunni og hlusta i lielgihljóðri upplitningu á hárgreiðsluspil- verkið og flimtan soldátanna (sem liann mun þó varla hafa skil- ið til fulls). * H. K.L. „SÉRA LÁRA“. Mikið upplost varð nýlega í höfuðstaðnumkring- um andatrúarkvenprest alþekktan, „séra Láru“, sem allt i einu var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.