Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 9
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
191
„staðin að svikum“, eins og blöðin komust að orði, og urðu mála-
lyktir að flokkur sá, sem hún hafði um, sig í Bjarnaborg, var rænd-
ur sambandi við annað lif með lögregluvaldi, a. m. k. um stundar-
sakir. Mun slík meðferð á trúflokkum vera fátið hér á landi og
tæplega meðmælaverð — jafnvel í augum þeirra, sem setja ann-
ars andatrú tiltölulega lágt meðal kristilegra sértrúarflokka. Því
hvernig á lögregla eða fógeti að geta skorið úr því, hvar sann-
leikurinn endar og fölsunin byrjar í trúarbrögðunum? Hitt er
athyglivert, að almenningi utan þessa trúflokks, þar á meðal
okkar upplýstu dagblöðum, skuli koma það á óvart, að útfrymi
Láru og andaraddir hennar skuli ekki hafa verið ekta. Sú undr-
un talar sinu máli um islenzka nútímamenntun. En hvað sem
útfryminu og andaröddunum líður, og hvaða skoðun sem fóget-
inn kann að hafa á þvi máli, þá er þó eitt sem stendur stöð-
ugt: hin dularfullu fyrirbrigði kringum „séra Láru“ voru mörg
og merkileg. Hið dularfyllsta og merkilegasta má tvímælalaust
telja það, að menn, sem bæði eru álitnir með fullri skynsemi
og hafa jafnvel fengið háskólamenntun, sækja samkomur af þessu
tagi, ekki aðeins af forvitni, heldur sem sanntrúaðir menn. Það
er engin skýring tiltæk i fljótu bragði á þvi, að menn, sem lagt
hafa stund á ýmsar greinar náttúrufræðinnar, þar á meðal líf-
eðlisfræði, sömuleiðis efnafræðingar og eðlisfræðingar, ennfrem-
ur raunsæir athafnamenn, og aðrir, sem ekkert er fjær en rugla
sarnan náttúrlegu og yfirnáttúrlegu i hversdagslifinu, eru óðfús-
ir að gefa út „vísindalegar“ yfirlýsingar um að eftir nákvæmar
rannsóknir hafi þeir komizt að raun um, að þessi og þessi mið-
ill, þar á meðal Lára, „hafi ekki brögð i tafli“, andarnir séu
ekta, hinar og aðrar „sannanir“ hafi átt sér stað, og þar fram
eftir götunum. Andleg samsetning slikra manna hlýtur að vera
gullvægt rannsóknarefni fyrir sálvísindin. Einnig er það ein-
kennilegt að sinu leyti, hvernig vanir raunhyggjumenn, menn,
sem hver í sinni grein fyrirlíta kák og flaustur, geta haft sig til
að „gera rannsóknir“ í þessum efnum, án þess að kynna sér
þær sérstöku starfsaðferðir, sem notaðar eru til að koma upp
um miðla, en í þeirri grein eru til slyngir sérfræðingar. Ef mað-
ur les i hinu athygliverða riti Harry Price’s, Æfintýri drauga-
veiðimanns (Adventures of a Ghost Hunter), kaflann um vinnu-
brögðin við „afhjúpun" miðla, rennur upp fyrir manni hver
vandkvæði eru á því verki, ekki sízt þar sem miðlar gangast
ekki undir rannsóknir, nema þeir fái að setja skilyrði, sem gera
alvarlega rannsókn afar torvelda eða jafnvel ógerlega.
Þekktur geðveikralæknir kvað hafa haft þau orð í gamni og
alvöru um andatrú, að ekki séu aðeins allir miðlar geðbilaðir,