Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 10
192 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lieldur séu einnig allir, sem hafa tilhneigingu til að fara á mið- ilsfund að einhverju leyti geðbilaðir líka. í ljósi þeirrar þekk- ingar, sem nútíminn á yfir að ráða, má náttúrlega segja eitt- hvað svipað um allan trúaráhuga á okkar dögum, þ. e. a. s. ef hann er ekki algerð venjutrú. En um andatrú má hiklaust full- yrða, að þótt iðkanir hennar séu að sinu leyti ekki sjúklegri en t. d. lijá ..lioly rollers“ (Fíladelfíu-mönnum?), þá gerir þessi trúflokkur sig alveg sérstaklega hvimleiðan vegna þess moldviðr- is af uppgerðarvísindum og „fræði“legum dellubókum, sem heið- arlegir, lærðir lieimskingjar eða truflaðir gáfumenn þyrla lát- laust kringum þetta klúsaða sambland af brjálsemi, prakkara- skap og fimmtaflokks loddaralistum, sem nefnt er miðilsstarf- semi. Það er án efa rétt, að svokallaðir ekta miðlar, menn sem tala og rita ósjálfrátt í dásvefni, séu ekki fullkomlega normalir frem- ur en t. d. menn, sem ganga í svefni. Vitanlega er ómögulegt að kalla ósjálfráða starfsemi af þessu tagi „gáfu“, eins og anda- trúarmenn gera, heldur er það bilun. En þegar talinu víkur að atvinnumiðlum, hef ég enga trú á, að hin skemmtilegu ummæli geðveikralæknisins standi lengur heima. Það má a. m. k. fullyrða, að rannsóknir þær, sem hægt er að treysta að hafi verið gerð- ar af fullkominni vísindalegri nákvænmi á starfsemi þeirra, benda yfirleitt ekki i þá átt. Það er sannfæring min, að það komi yf- irleitt ekki til mála að atvinnumiðlar séu bilaðir, m. ö. o. ekta. Á þeim andafundum, sem ég hef setið, bæði hér á landi og ann- arsstaðar, hefur miðillinn æfinlega verið eina persónan í hópn- um, sem ég þóttist alveg viss um að væri með réttu ráði, enda þarf ekki all-litla nákvæmni og þó töluverða aðgæzlu til að fram- kvæma þær hundakúnstir, þótt lítilsverðar séu i samanburði við meiriháttar loddaraskap, sem miðillinn framkvæmir, jafnvel á lélegum „likamninga“fundi. Það fólk, sem sækir andafundi, er venjulega óhæft til að hugsa skynsamlega, og um leið til að skynja normalt, af því að undir niðri vill það láta blekkjast og er komið hingað þeirra erinda. Meðal þeirra, sem sitja venju- legan miðilsfund, er það áreiðanlega í fæstum tilfellum miðill- inn, sem þarf lækningar við, heldur fundargestirnir, the sitters. Og það er fásinna að halda, að það fólk, sem hangir á miðils- fundum, læknist þótt komið sé upp um einn miðil. Ef það fer ekki til sama miðilsins aftur, óðar en hann er kominn úr stein- inum, þá fer það ofur einfaldlega til næsta miðils. Hin sígildu svör andatrúarmanna, lærðra manna ekki siður en leikra, þeg- ar upp kemst um miðil, eru þessi: „Það getur verið, að Lára miðill hafi svik í frammi — stundum. En í öll þau 42 skipti,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.