Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 193 scm ég var á fundum hjá henni, get ég lagt sáluhjálpareið út á að hún hafði engin svik í frammi.“ Ef siðan fást órækar sann- anir — eða t. d. játning miðilsins sjálfs — fyrir því að hún hafi alltaf „svikið", ekki aðeins i þessi 42 skipti, heldur á hverju kvöldi í tíu ár, tuttugu ár, þá svarar andatrúarmaðurinn: „Það getur verið, að Lára miðill svíki alltaf, en hitt get ég lagt eið út á: Ásta miðill svíkur aldrei.“ Og ef Ásta miðill reynist „svik- ari“ er svarið: „Það má vel vera, að bæði Lára miðill og Ásta miðill svíki, en það get ég boðið sáluhjálpareið út á, að ekki sveik hann Indriði miðill meðan hann var á lífi“ — og ef lík- ur þykja síðan benda til þess, að Indriði miðill liafi einnig svik- ið, þá bendir andatrúarmaðurinn á miðilinn frú Píper i Eng- landi eða Ameríku, „sem aldrei sveik, eða a. m. k. trúði Sir Oliver Lodge þvi, að hún sviki ekki, og annar eins maður og hann fer ekki með neina lygi,“ — o. s. frv. endalaust. Það er af svörum eins og þessum, sem draga má nokkrar ályktanir um sálarástand venjulegra andatrúarmanna. H. K. L. * FORRÁÐAMÖNNUM ÞESSARAR ÞJÓÐAR eru einstaklega mis- lagðar hendur í hvert skipti, sem þeir koma nærri menningar- legum málum. Það er engu líkara en þau séu ekki unnin í þeiin hug, sem gefur sigur í verki. íslenzkum stórskáldum, sem farið er að sýna svo mikla ræktarsemi dauðum, er framvegis ætluð sú vegsemd að vera greftraðir á Þingvöllum. Einar Benediktsson hlaut fyrstur þennan heiður. En þrátt fyrir helgi staðarins sjálfs, hefur valið á grafreitnum tekizt ákaflega illa, svo að hneisa er að. Leyfum vér oss i því sambandi að vitna í álit dr. Gunn- laugs Claessens. í nýjustu ársskýrslu Bálfarafélags íslands skrif- ar hann á þessa leið: „í vetur sem leið tók ríkisstjórn íslands ákvörðun um, að fram- vegis skyldu mestu menn þjóðarinnar greftraðir á kostnað rík- isins, og sem grafreilur var valinn kirkjugarðurinn eða túnið á Þingvöllum. í kirkjugarðinum þar liggja kisturnar í vatni, en á túninu vantar jarðveg ofan á liraunið til þess að þarna sé forsvaranlegur grafreitur. Þessi ákvörðun ber vott um, að lítil hugsun liggi hér á bak við. Hvað gera Bretar í svona tilfelli? Þeir geyma merkustu sonu þjóðarinnar í helgistaðnum Westminster Abbey. En nú hefur verið tekin sú ákvörðun, að fyrst verði að brenna líkið, en duft- kerið skuli síðan varðveitast í Westminster Abbey. Ég vona, að íslenzk stjórnarvöld sjái sig um hönd, og fari frekar að hætti Breta, heldur en að hallast að úreltum greftrunarvenjum.“

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.