Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 193 scm ég var á fundum hjá henni, get ég lagt sáluhjálpareið út á að hún hafði engin svik í frammi.“ Ef siðan fást órækar sann- anir — eða t. d. játning miðilsins sjálfs — fyrir því að hún hafi alltaf „svikið", ekki aðeins i þessi 42 skipti, heldur á hverju kvöldi í tíu ár, tuttugu ár, þá svarar andatrúarmaðurinn: „Það getur verið, að Lára miðill svíki alltaf, en hitt get ég lagt eið út á: Ásta miðill svíkur aldrei.“ Og ef Ásta miðill reynist „svik- ari“ er svarið: „Það má vel vera, að bæði Lára miðill og Ásta miðill svíki, en það get ég boðið sáluhjálpareið út á, að ekki sveik hann Indriði miðill meðan hann var á lífi“ — og ef lík- ur þykja síðan benda til þess, að Indriði miðill liafi einnig svik- ið, þá bendir andatrúarmaðurinn á miðilinn frú Píper i Eng- landi eða Ameríku, „sem aldrei sveik, eða a. m. k. trúði Sir Oliver Lodge þvi, að hún sviki ekki, og annar eins maður og hann fer ekki með neina lygi,“ — o. s. frv. endalaust. Það er af svörum eins og þessum, sem draga má nokkrar ályktanir um sálarástand venjulegra andatrúarmanna. H. K. L. * FORRÁÐAMÖNNUM ÞESSARAR ÞJÓÐAR eru einstaklega mis- lagðar hendur í hvert skipti, sem þeir koma nærri menningar- legum málum. Það er engu líkara en þau séu ekki unnin í þeiin hug, sem gefur sigur í verki. íslenzkum stórskáldum, sem farið er að sýna svo mikla ræktarsemi dauðum, er framvegis ætluð sú vegsemd að vera greftraðir á Þingvöllum. Einar Benediktsson hlaut fyrstur þennan heiður. En þrátt fyrir helgi staðarins sjálfs, hefur valið á grafreitnum tekizt ákaflega illa, svo að hneisa er að. Leyfum vér oss i því sambandi að vitna í álit dr. Gunn- laugs Claessens. í nýjustu ársskýrslu Bálfarafélags íslands skrif- ar hann á þessa leið: „í vetur sem leið tók ríkisstjórn íslands ákvörðun um, að fram- vegis skyldu mestu menn þjóðarinnar greftraðir á kostnað rík- isins, og sem grafreilur var valinn kirkjugarðurinn eða túnið á Þingvöllum. í kirkjugarðinum þar liggja kisturnar í vatni, en á túninu vantar jarðveg ofan á liraunið til þess að þarna sé forsvaranlegur grafreitur. Þessi ákvörðun ber vott um, að lítil hugsun liggi hér á bak við. Hvað gera Bretar í svona tilfelli? Þeir geyma merkustu sonu þjóðarinnar í helgistaðnum Westminster Abbey. En nú hefur verið tekin sú ákvörðun, að fyrst verði að brenna líkið, en duft- kerið skuli síðan varðveitast í Westminster Abbey. Ég vona, að íslenzk stjórnarvöld sjái sig um hönd, og fari frekar að hætti Breta, heldur en að hallast að úreltum greftrunarvenjum.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.