Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 15
•rÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 197 Upp undir hvelfing Helgafells hlýlegum geislum stafar, frænda, sem þangað fór í kvöld fagna hans liðnir afar; situr að teiti sveitin öll, saman við langeld skrafar, meðan oss hina hremmir fast helkuldi myrkrar grafar. * * Alvotur stendur upp að hnjám öldubrjóturinn kargi kagandi fram á kalda röst, kvikur af fuglaþvargi; býsn eru meðan brothætt jörð brestur ekki undir fargi þar sem á hennar holu skurn hlaðið var Látrabjargi. * * Kögur og Horn og Heljarvík huga minn seiða löngum; tætist hið salta sjávarbrim sundur á grýttum töngum; Hljóðabunga við Hrollaugsborg herðir á stríðum söngum, meðan sinn ólma organleik ofviðrið heyr á Dröngum. * * Ærið er bratt við Ólafsfjörð, ógurleg klettahöllin; teygist hinn myrki múli fram, minnist við boðaföllin; kennd er við Hálfdan hurðin rauð, hér mundi gengt í fjöllin, ein er þar kona krossi vígð, komin í bland við tröllin. * *

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.