Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 16
198 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Liggur við Kreppu lítil rúst, leiðirnar ekki greiðar; kyrja þar dimman kvæðasón Kverkfjallavættir reiðar; fríð var í draumum fjallaþjófs farsældin norðan heiðar, þegar hann só eitt samfellt hjarn sunnan til Herðubreiðar. * * Séð hef ég skrautleg suðræn blóm sólvermd í hlýjum garði, áburð og ljós og aðra virkt enginn til þeirra sparði; mér var þó löngum meir í hug melgrasskúfurinn harði, runninn upp þar sem Kaldakvísl kemur úr Vonarskarði. * * Eldflóðið steypist ofan hlíð, undaðar moldir flaka; logandi standa í langri röð ljósin á gígastjaka; hnjúkarnir sjálfir hrikta við, hornsteinar landsins braka, þegar hin rámu regindjúp ræskja sig upp um Laka. * * Vötnin byltast að Brunasandi, bólgnar þar kvikan gljúp; landið ber sér á breiðum herðum bjartan og svalan hjúp; jötunninn stcndur með járnstaf í hendi jafnan við Lómagnúp, kallar hann mig, og kallar hann þig .... kuldaleg rödd og djúp.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.