Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 18
200
TÍMARIT MÁLS OG MEXXIXGAR
Það er margþætt saga og furðuleg, ef rakin væru af-
skipti stjórnarvalda og pólitískra forkólfa af menning-
armálum fslendinga síðustu árin. Það er saga full af
launráðum, baktj aldamakki og ótæmandi skopi. Það
er fyrst og fremst saga eltingarleiksins við það að koma
öllu menningarkerfi þjóðarinnar undir yfirráð fárra
valdsmanna, og halda þeim yfirráðum síðan dauðahaldi.
Fyrsta stigið er að nota veitingavaldið til þess að
koma að heppilegum mönnum í allar helztu trúnað-
arstöður. Og þar er ekki valið af verri endanum. .Jón-
as frá Hriflu tók það fyrstur u^ip sem fasta reglu að
veita stöður eftir pólitískum skoðunum. Aðrir flokkar
tóku síðan þessa aðferð eftir Jónasi og létu pólitísk
sjónarmið ganga fyrir öllum hæfileikum. Hófst kapp-
ldaup mikið um pólitískar embættaveitingar í allar
æðslu stöður. Síðan tókn við hrossakaupin milli flokk-
anna: Þú getur fengið þennan legáta í þetta embætt-
ið, ef ég fæ að ráða öðrum jafngóðum úr mínum flokki
í hitt starfið. Frá því að þjóðstjórnin var mynduð, má
heita undantekning, að opinberum starfsmanni sé veitt
staða með liliðsjón af bæfileikum eða lærdómi. Það
eru allt pólitísk hrossakaup. Og það hefur gerzt ann-
að síðustu árin. Hinir pólitísku forkólfar eru orðnir ein-
staklega nákvæmir í mannavali. Nú velja þeir sér menn
sérstakrar tegundar. Nú eru t. d. gáfaðir og framsækn-
ir bændasynir orðnir þyrnir í augum Jónasar frá Hriflu.
Nú velur liann sér til fylgdar sem heimskasta unglinga
eða skapgerðarlausasta, sem liann gelur treyst til að
vera þæg verkfæri. Og þetta er reyndar orðinn hinn
algildi mælikvarði. Það þykir orðið nauðsynlegastur
kostur á manni, að hann hafi ekki hæfileika til stöðu
sinnar, því meira vald er hægt að liafa yfir honum,
því minni hætta er á því, að liann leggi alúð við starf
sitt. Sérstaklega er þetta nauðsynlegt, þegar um menn-
ingarstarf er að ræða. Þó þykir ekki tjón hljótast af,
þó að maðurinn hafi einhvern tíma verið gæddur nokkr-