Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 19
TÍMARIT MÁLS OG MENNIXGAR 201 nm gáfum, ef liann er orðinn aumingi fyrir óreglu sakir eða gamalær. Miklu þykir varða, að maður, sem sett- ur er til formennsku við menntastofnanir, sé tekinn úr sem ólíkustu starfi því, sem liann á að gegna. Agæl aðferð þvkir að kaffæra einstaka menn í svo mörgum störfum og nefndum, að einsætt sé, að þeir hljóti að vanrækja allt, sem þeim er ætlað að gera. Af liði, sem á þennan hátt er skipað, þarf enga upp- reisn að óttast. Það er ráðið til undirgefni og reynist undirgefið. Rísi manndómur hjá einhverjum, eru næg ráð til að drepa þann manndóm niður. Það má þrengja kosti þess manns á ýmsa vegu. Til þess er vald, að því sé beitt. Það má lióta manninum burtrekstri, það má í versta falli svipta hann stöðunni. Sé það einhver viðsjálsgripu'r, sem óhlýðnast, verður að nota aðrar aðferðir. Þá keniur sér vel að þekkja fortíð hans, geta grafið upp um hann gamla sögu, Iiótað að ljóstra henni upp. Oftast mun þó annað ráð tiltækilegra, að bjóða manninum fé, hjóða honum nýja stöðu, hækka hann i tigninni. Af menningartækjum er mesl um vert skólana, dag- hlöðin og útvarpið. Þar er betra að hafa vel húið um hnútana. Það þarf að liafa stjórn á öllu, sem þjóðin fær að vita um og fræðast, lesa og hevra. Það þarf að hafa á þvi sterkar gætur, að ekkert orð berist út, sem hnekkt gæti áhrifum liinna virðulegu stjórnenda. — Skólarnir eru alltaf viðsjárverðir. Þar er farið með sjálfan eldinn: fræðsluna. Þar er heppilegast, að öllu sé haldið í föstum, gömlum skorðum, ekki sé hrófl- að við neinu. Héraðsskólana átti að gera að flokks- legri uppeldisstofnun. Það hefur kostað mikið stríð, en horið vesalan árangur. Kennararnir revndust þrjósk- ir, unglingarnir vöndust á að hugsa. Þeir fóru jafnvel að lesa erlendar bækur. Jónas frá Hriflu kom fram með þá umbótatillögu á síðasta þingi, að kennsla í erlend- um málum skuli afnumin við héraðsskólana. En þessi 11

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.