Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 41
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 223 ábyrgðir fram á hinztu stund, fjárhagslegt sjálfstæði hálf-sjötugur. Mynd af Harra kom í Kvöldheraldinum, og það komu löng eftirmæli eftir liann ásamt ævisögunni, og hvað Harri liefði verið slyngur maður, og hvað hann hefði verið duglegur að komast áfram og þar fram eftir göt- unum. Þetta varð útkoman á því; og þó hafði þessi vit- lausi asnakjálki eittlivað það í fari sínu sem við mun- um aldrei gleyma. Hann var sérstakur, það verður aldrei af honum skaf- ið. Nú er liann í liugum okkar orðinn þjóðsaga, og það er fjöldi af börnum hér í bænum, sem eru fædd siðan Harri dó, og samt vita þau eins mikið um liann og við, og kanski dálítið meira. Maður skyldi halda að þetta hefði verið einliver stórkostleg persóna úr sögunni, dæmisögupersóna til að tala við hörn og gera þau dug- leg að komast áfram og þvíumlíkt. Auðvitað eru flest- ar sögurnar um hann broslegar, en allt um það gera þær úr honum sannarlegt stórmenni. Það er leitun á manni sem man hvað seinasti borgarstjórinn okkar hét, og það eru ekki nein mikilmenni ættuð úr okkar byggð- arlagi, en allir krakkarnir hér um slóðir kannast við liarra. Og það má kallast gott þegar tekið er tillit til þess að bann var ekki nema á tuttugasta og þriðja ár- inu þegar hann dó. Ef einhver hér i bænum tekur sér fyrir hendur ó- venjulegt hlutverk og misheppnast það, þá segja menn liverir við aðra, „Harri hefði getað það.“ Og allir fara að hlæja þegar þeim dettur í hug hvernig hann þeysti um bæinn, vakti fólk upp úr rúmunum, gerði kaup. Á dögunum var til dæmis línudansari hérna á Hippó- drómleikhúsinu, og hann var að reyna að steypa sér koll- linís í loftinu og fóta sig á strengnum, en gat það ekki. Hann kanski rétt kom við strenginn með fæturna, en missti jafnvægið og varð að hoppa niður. Siðan reyndi hann aftur frá byrjun, með undirspili og öllu saman,

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.