Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 43
Jóhannes úr Kötlum: Fjallkonan. Hver bar þig hærra höndum tveim um himinblámans lind, hver bar þig öllum fjötrum fjær og feigð og dauðasynd, hver hóf þig frelsi 'og friði nær en Fjallkonunnar mynd? Hver gaf þér skærra breiðablik og blóm svo fagurlitt, hver leiddi þig af dýpri dul um draumariki sitt, hver sendi meira af sólskinsþrá og söng í hjarta þitt? Hvort fannstu ei: Þín fyrsta sorg var Fjallkonunnar tár, hin fyrsta ást og fegurð þín var faðmur hennar blár, og hennar ljós þín hugsjón var, jafn hrein í þúsund ár? Um hennar ströngu, stoltu tign þú stendur verði á. Þitt hlutverk er að bægja brigð og böli henni frá. — Hvort dirfist þú að síga í svefn og svíkja brúði þá? Hvort finnst þér eigi sigri svipt og svívirt drottning þín, er upp við hennar björtu brjóst á byssustingi skín, og kúlur þjóta um hennar hár og hvíta brúðarlín?

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.