Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Qupperneq 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Qupperneq 46
228 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mikilvægt, að við gerum okkur sem ljósust þau ágrein- iugsefni, sem okkar á milli kunna að vera um skilning á lýðræði og hvernig vörnum þess skuli háttað. I. Skilgreining Yilmundar á lýðræði felst í þessum orð- um: „Lýðræði í ekki mjög rúmri merkingu er það, að sam- eiginlegum málum þjóðfélagsins ráði vilji meiri liluta þjóðarinnar, eins og hann birtist við almennar, frjálsar kosningar, framkvæmdar af rétt kjörnum fulltrúum og framkvæmdunum hagað eftir þeim reglum, sem þeir setja, en þjóðinni gefst síðan kostur á við hverjar kosningar að brej'ta“. Þetta er skilgreining á því lýðræðisformi, sem við bú- um við hér á landi, liinu svonefnda þingræði. Vihnund- ur telur, að þetta sé „lýðræði í ekki mjög rúmri merk- ingu“, ég er honum þar sammála, ég álít meira að segja,. að þetta sé lýðræði í mjög takmarkaðri merkingu. Ég geri ráð fyrir þvi, að við Vilmundur séum sammála um ýmis höfuðatriði í takmörkunum þess lýðræðis, sem við húum við. Við vitum það í fyrsta lagi, að í raun og veru eru hin- ar almennu kosningar ekki frjálsar, mikill hluti kjósenda er píndur til að kjósa öðru vísi en sannfæring hans hýður honum, í tilefni af mútum, hæði beinum og þó einkum ó- bemum, i sambandi við atvinnu og önnur skilvrði til lífs-- afkomu. í öðru lagi vitum við það, að skilyrði eru mikil til að blekkja báttvirta kjósendur, svo að þeir taka allt aðra afstöðu til þjóðfélagsmálanna en þeir myndu gera, ef þeim væru kunn öll málsatriði. Við vitum ennfremur, að þeir, sem bezt liafa skilyrðin og jafnframt mesta þörf- ina að villa um fyrir fólkinu, eru þeir menn, sem hafa um- ráð yfir fjármagni og atvinnutækjum þjóðanna og njóta allra þeirra sérréttinda, sem við það eru bundin, þeir hafa líka skilyrðin til að múta, þegar hlekkingarnar einar duga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.