Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 47
TÍMARIT MÁLS OG MKNNINGAR 229 ekki. í raun og veru getur því ekki verið um að ræða lýð- ræði, nema i mjög takmarkaðri merkingu, meðan þessi sérréttindi eru í liöndum aðeins lítils hluta þjóðfélags- þegnanna. Og sú var tíðin, að við Vilmundur áttum sam- eiginlega drauma um, að þessi agnúi yrði afhöggvinn sam- félagsmálum mannanna með nýju skipulagi, sem á al- þjóðamáli hefur hlotið heitið: sósíalismi. En fyrir hönd lýðræðisins erum við nú í varnaraðstöðu og miðum kröfur okkar fyrst og fremst við varðveizlu þess, sem fyrir er. Þótt takmarkanir þess liggi i augum uppi, þá hrósum við happi meðan við njóturn þess lýðræð- is, sem gildandi stjórnarskrá ákveður. Þegar talað er um hættur þær, sem að núverandi lýð- ræðisskipulagi okkar steðja, þá er einkum bent á mögu- leika þess, að það falli fyrir þeim vopnum, sem óleyfileg eru samkvæmt grundvallaratriðum þess. En mér virðast okkar timar gefa sérstakt tilefni að veita eftirtekt þeim liættum, sem lýðræðinu getur stafað frá þeim vopnum, sem hægt er að beita gegn því með fullkomnum árangri, án þess að brjóta þurfi eina einustu hókstafsreglu, sem þingræðið lýtur. Við vitum, að ógrimuklætt stéttareinræði og afsláttarlaus skoðanakúgun hefur verið innleidd i Þýzkalandi, og það var gert á þingræðislegan hátt, þingið samþykkti, að þingmennirnir færu lieim til sin og kæmu aldrei aftur, og það vald, sem þjóðin hafði þeim falið „með almennum og frjálsum kosningum“, ákváðu þeir að leggja í hendur einum manni, „foringjanum" Hitler. Og því mið- ur er þetta ekki lengur orðið einsdæmi í sögu okkar kyn- slóðar. „Móðurland lýðræðisins“, Frakkland, hefur á eftir lcomið, og i dæmi þess felst það enn skýrara, hve hrautin til afnáms alls lýðræðis getur verið skýrlega mörkuð vörðum hius viðurkennda þingræðis. Árið 1934 er leitað eftir vilja frönsku þjóðarinnar með almennum þingkosn- ingum og liún spurð, hverja stefnu skuli marka í þjóð- málum framtiðarinnar. Þjóðin gaf ótvírætt svar, mjög

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.