Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Blaðsíða 52
234
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
væri réttnefni. Yilmundur leitast ekki við að gera það,
enda veit ég að það er alls ekki hans slcoðun, að við séum
óaldarlýður.
En ég vildi mega benda Vilmundi á það, að það getur
verið töluvert alvarlegt mjál, þegar sá, sem halda vill uppi
vörnum fyrir lýðræðið i þessu landi, þegar hætturnar
steðja að úr öllum áttum, viðhefur svona óvarlegt orð um
lýðræðisleg samtök samlandanna við eins alvarleg tæki-
færi og á Alþingi, þegar rædd var tillaga þremenning-
anna. Og ég vil sérstaldega henda honum á það, að í öll-
um þeim ríkjum, þar sem nú er búið að koma lýðræðinu
fyrir kattarnef, þar var byrjað á því að stimpla kominún-
istaflokkana sem óaldarflokka og það var byrjað á því að
svipta þá öllum lýðréttindum. Þetta er nokkur bending í
þá átt, að ofsóknir gegn kommúnistum séu ekki alltaf af
lýðræðislegum rótum runnar.
Ég geri ráð fyrir að Vilmundi sé það alvara, að hann
teiji margt mjög varhugavert í stefnu okkar sósíalistanna,
þar á meðal það, að við erum á móti núverandi þjóðskipu-
lagi í grundvallaratriðum. En i því liggur ekki nein and-
staða gegn lýðræðinu, þvert á móti. Við erum Vilmundi
sammála í því, að nú ríki hér lýðræði „i ekki mjög rúmri
merkingu“. Við teljum, að með nýju skipulagi mætti
rýmka það til hins ilrasta, eins og áður er að vikið. Vil-
mundur er okkur elvki sammála um ]iað, hvernig það
skuli gert, við því er ekkert að segja. Samkvæmt þeim við-
urkenndu reglum lýðræðisins, sem Iiér gilda, eru engar
takmarkanir fyrir því, hve róttækar breytingar er hægt
að gera á öllum þjóðfélagsháttum, þegar vilji meiri hluta
þjóðarinnar er fenginn fyrir því. Ég og flokksbræður min-
ir liöfum marglýst því yfir í fullkominni einlægni, að við
óskum þess, að skipulagsbreyting sú, er við stefnum að,
mætti fara fram eftir þeim leiðum, sem samrýmanlegar
eru grundvallarlögum íslenzka ríkisins, og við erum þess
fullvissir, að við verðum ekki fyrstir manna til að hrjóta