Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 54
23G
TÍMARIT MÁLS OG MEXNINGAR
hvernig liindraður verði slíkur ósómi. Við hinirsvonefndu
kommúnistar höfum allra flokka mest gert að því að
kynna stefnu okkar meðal fólksins með ýmiss konar rit-
um, smáum og stórum. Út frá þeim ætli að vera í lófa lag-
ið að benda á hættuna, sem i þessum kenningum gæti leg-
ið, eins og þær eru túlkaðar hér uppi á Islandi í sambandi
við íslenzk viðhorf. Ef þessi kostur væri upptekinn, þá
væri það leið til að Iijálpa fólkinu til að glöggva sig á því,
hvaða afstöðu það ætti að taka gagnvart fyrirlmguðum
ofsóknum á hendur þeim, sem flokk þennan fvlla. Þetta er
hin lýðræðislega leið til meðferðar á ágreiningsefnum, og
hver lýðræðissinni verður að treysta þvi, að i gegnum heið-
arlegar rökfærslur frá báðum hliðum verði fjöldinn fær
um að taka afstöðu til þess, sem á milli ber. Sé stefna okk-
ar mjög hættuleg að dómi Yilmundar og annarra g'óðra
manna og vilji hann fá dóm fólksins yfir hana á lýðræðis-
legan liátt, þá her honum að ldutast til um, að hættur þær,
sem frá okkur gætu stafað, væru herlega fram dregnar
með skýrum og haldgóðum rökum, og stuðla að því jafn-
framt, minnugur þess, að öllum getur okkur yfirsést, að
málstaður hinna ókærðu geti einnig komizt til þjóðar-
innar. Ég vildi því mælast til þess, að Vilmundur sýndi
lýðræðisást sina í því að byrja nú á byrjuninni i afstöðu
sinni til okkar kommúnistanna, sýndi íslenzku þjóðinni
það með skýrum rökum, að þessi flokkur er óalandi og ó-
ferjandi, en geymdi sér það að kalla okkur óaldarflokk,
þar til hann hefði sannað það, svo að ekki yrði með nein-
um rökum á móti mælt. Ég skyldi taka að mér að færa
fram varnir fvrir flokkinn og skoðanir hans. Ég er ekki í
neinum vafa um það, að málsmeðferð okkar myndi verða
íslenzkum lesendum til mikillar ánægju og þó enn frekar
til ómetanlegs gagns. —• En sá, sem ekki vill ræða þýðing-
armikið mál á þennan hátt, hann ætli að endurskoða af-
. stöðu sína til lýðræðisins og athuga, hvort traust hans á
lýðræðinu muni vera eins mikið og hann áður liugði. —