Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 55
TÍMARIT MÁLS OG MEN'NINGAR 237 Sannur lýðræðissinni þekkist á því, að hann vill skjóta máli sínu og málsvörnum til fjöldans og reiðir sig á það, að fjöldinn geti fellt réttlátan dóm um þau ágreiningsefni, sem undir hann eru horin í fullum heiðarleika, með sann- leiksást í brjósti. Umsagnir um bækur: Sigurður Nordal: Líf og dauði. Reykjavík 1940. Kostn- aðarmaður Valtýr Stefánsson. I. Þessi bók Sigurðar Nordals prófessors er mörgum mönnum áður kunn að nokkru, því að þar eru saman komin sex erindi, ei liann flutti í útvarp í fyrravetur, auk eftirmála, sem hefur ekki áður heyrzt eða birzt og er rúmlega þriðjungur bókarinn- ar. Er bókin fyrir ýmissa hluta sakir ein hin athygliverðasta, sem út hefur komið hér á landi að undanförnu. Um ritsnilld Nordals þarf ekki að fjölyrða, þvi að hún er nóg- samlega kunn af öllu því, er hann hefur áður ritað. En hér hirtist í hennar búningi nýtt efni, sem Nordal hefur ekki áður fjallað um opinberlega. Mætti kalla það lífsspeki, ef tákna skyldi það með einu orði. Lifsspeki Nordals er sú, að einstaklingurinn skuli njóta til- verunnar, leita hamingjunnar, en láta þó eigi ógert að efla and- legan þroska sinn. Þvi að persónuþroski einstaklingsins er mælikvarði þeirrar Iífshamingju, sem nautn tilverugæðanna fær veitt honum. Út frá þessu meginsjónarmiði rekur hann svo liinn hagnýta þátt siðfræði sinnar, en hann er i meginatriðum fólg- inn í þessari lífsreglu: Gerðu ráð fyrir þvi, að líf sé eftir þetta líf, lifðu siðan eins og tilgangur þessarar tilveru þinnar væri sá að búast sem bezt undir hið næsta tilverustig, og mun þér þá hlotnast sú lífsliamingja, sem fyrr er nefnd.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.