Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 60
242 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ekki er heldur maklegt að tala um kreddufasta efnishyggju (1(52. bls.) og gera þar engan greinarmun. Til þessa dags hefur ekki komið fram nein viðurkennd uppgötvun náttúruvisindanna, sem hin dialektiska efnishyggja hefur þótzt verða að vefengja, og ekki verður hún sökuð um kreddufestu fyrir það eitt, að liún telur sér ekki skylt að viðurkenna einhverjar niðurslöður ein- hverra trúarbragða. Kennimarkið um kreddufestu hverrar stefnu hlýtur að felast í afstöðu hennar til niðurstaðna vísindanna. Ei' það sannaðist til dæmis einn góðan veðurdag, að til væri iíf eftir þetta, án þess að sannað væri um leið, að það líf væri úr öllum tengslum við efnið, þyrfti sú uppgötvun engan veg- inn að koma i bága við hina dialektísku efnishyggju, að dómi þess, er þetta ritar. Hann getur meira að segja gert þá játningu, að honum væri slík uppgötvun fagnaðarefni, af þeirri ástæðu, að ævin er slutt, tími manns og kraftur takmarkaðir, en ærin verkefni að vinna. En þetta væri þá aðeins náttúrufræðileg stað- reynd og kæmi ekki neinum trúarbrögðum við, fremur en fisk- arnir í sjónum. Með slíkri uppgötvun rynni engin ný stoð undir hina trúarlegu heimsskoðun. Því er það svo hjákátlegur hlutur, er svokallaðar sálarrannsóknir eru reknar með sálmasöng og bænahaldi. — Einna veikastur þáttur í heimspeki Nordals er afstaða hans til skynseminnar, er kemur fram i þeim ummælum, sem vitnað var til hér að framan. Tilveru annars lifs og jafnvel tilveru guðdóms telur hann vera sér sannfæringaratriði, en í þetta get ég ekki lagt aðra merkingu en þá, að hann telji sér þetta þekk- ingaratriði. Nordal viðurkennir, að þessir lilutir verði ekki sann- aðir, skynsemin nái ekki til þeirra. Hann liefur þessa þekkingu frá sinni „andlegu reynslu“. Þetta er því „trúarleg (religiös) þekking“. En það er contradictio in adjecto, rökfræðileg mót- sögn. Þekking er hugtalc, sem missir alla merkingu um leið og farið er út fyrir vébönd skynseminnar. Þekking er aldrei ein- getið afkvæmi reynslunnar. Reynslan verður að frjóvgast af heilögum anda skynseminnar, áður en hún geti fætt hina sönnu þekkingu. Þessu lík er að minnsta kosti afstaða vísindanna, og þeirra vinir vilja allir vera nú á dögum. Visindin liafa ekki fengizt til að viðurkenna sem þekkingargjafa neins konar reynslu, sem ekki verður komið undir tilsjón mannlegrar skynsemi. „Andleg reynsla" af ímynduðum heirni handan allrar skynsemi, getur því aldrei orðið brunnur neinnar þekkingar. Að öðrum kosti gæti geðsjúklingurinn, sem heldur sig vera konung jarð- ar, krafizt þess þeirri „andlegu reynslu“ sinni til handa, að hún væri viðurkennd sem 'þekkingaratriði, þvi að honum er þessi

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.