Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 61
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 243 tignarslaða ekki siður „veruleiki“ en öðrum sá heimur, er þeir skynja með augum og eyrum. Víst er það rétt, að skynsemi vorri eru takmörk sett. En vér eigum samt enga þekkingarlind aðra en skynsemina í sambandi við hlutverulega (okjektiva) reynslu, sem ávallt er á einhvern hátt tengd skilningarvitunum. Og þessi takmörk mannlegrar skynsemi eru engan veginn altæk (absolut), nema þegar þau eru skoðuð frá þröngu sjónarmiði líðandi stundar. Þau hverfa, •ef á er litið frá sjónarmiði ótakmarkaðrar fraintíðar. Því að erf- itt er að hugsa sér framtíðarreynslu vísindanna takmörk sett, en ef svo er ekki, þá eru ekki heldur takmörk fyrir þeirri þekk- ingu, sem skynseminni er fært að vinna úr þeim efniviði. Þessi heimsskoðun efnishyggjumannsins er þannig, að ekki er ástæða til að vorkenna honum hana eða bera kviðboga fyrir andleguni velfarnaði hans, að því er til hennar tekur. Sé það rétt, að nokkurt öryggisleysi eða ófullnægja fylgi þeirri afstöðu að vilja ekki viðurkenna sem þekkingaratriði annað en visinda- legar staðreyndir, þá koma þar á móti efasemdir þær og' sú slæma samvizka, sem hljóta að þjá hvern lieiðarlegan og alls- fiáðan trúmann, þegar hann gerir sér þess grein, að það get- ur eins vel verið blekking tóm, sem hann er að telja sér trú um, að liann viti með vissu. Hann er þvi i rauninni undir sama öryggisleysið og ófullnægjuna seldur, og kemur það fram í því, er hann viðurkennir, að trúaratriði hans verði ekki sönnuð, því að það þýðir þetta og ekkert annað en þetta: Þau geta eins vel verið ósönn. — Hins vegar gæti verið ástæða til að hafa nokkr- ar áhyggjur af líkamlegum velfarnaði efnishyggjumannsins í þjóðskipulagi, sem hefnir sín á honum með því að dæma hann utangarðs við mannfélagið. Björn Franzson. Mér þykir rétt að taka það fram, að þessi grein Björns Franzsonar •er skrifuð á undan ritdómi, sem birtist eftir mig um Líf og dauða i Þjóðviljanum 2. jan. 1941. Ritstj. Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn. Bókaútgáfa Heims- kringlu. Rvík 1940. Sjálfsævisaga Þórbergs Þórðarsonar, og samtíðarsaga, sem hófst með íslenzkum aðli og heldur áfram i Ofvitanum, ætlar að verða einstakt verk og merkilegt i íslenzkum bókmenntum. Það er djörf og hreinskilin lýsing á stórbrotnustu og öfgafyllstu tímum, sem þjóðin hefur lifað, en jafnframt mjög persónulegt verk eins ein-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.