Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 64
246 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Þannig fer t. d., þegar Þórbergur segir frá Baðstofunni. Hann lætur sér ekki nægja aÖ iýsa allri húsaskipun nieð visindalegri nákvæmni, heldur þarf hann að rifja upp sögur margra manna, sem þar liöfðu búið áður, og slítur þar með allan söguþráð, gleymir meira að segja sinni eigin persónu og kemur með ævi- sögu Eiríks á Brúnum alla í heild. En h.ví skyldi honum vera það of gott? Þessir frjálsu sprettir verða oft allra skennntileg- astir, sagan af Eiríki, eins og Þórbergur segir hana þarna, ein- hver listrænasti og snjallasti kaflinn i allri bókinni. Eftir þessar almennu hugleiðingar og aðfinnslur, sem geta verið skiptar skoðanir um, vil ég víkja að sjólfu innilialdi þessa vcrks. Þó að það virðist hið ytra laust i sniðum og með tals- verðum útúrdúrum, er það engu að síður hið innra samfelld heild. í íslenzkum aðli réðu draumórarnir, ástin og rómantikin lögum og lofum. Hér er það þekkingarþráin, sem alls staðar situr í fyrirrúmi. Iiöfuðpersónan er Þórbergur sjálfur. Hann er ofvitinn, sem kemur fram úr ókynnum ímyndunarheims bernsk- unnar og leitar skilnings á umhverfi sínu og tilverunni allri,. skýringa ó hverju fyrirbrigði, sem átti sér oft hinar kynleguslu myndir í hugsun lians sjálfs. Metnaður hans er að öðlast vizku og þekkingu. í upphafi Ofvitans lýsir hann því, hvaða liugmynd- ir liann gérði sér um lærdóm og menntun. Það er varla furða, þótt skólavistin í Kennaraskólanum samsvaraði ekki þeim liug- myndum, enda varð Þórbergur fyrir sárum vonbrigðum. Engar námsbækur megnuðu að svala þekkingarþrá hans. -Hann hafði þegar hugsað öll efni dýpra og frumlegar. Hann vildi alls stað- ar sjá inn að kjarna hlutanna, finna fastan grundvöll i til- verunni, komast niður á bera klöpp fastrar lífsskoðunar. Ofvit- inn er i rauninni lýsing á því, hvernig Þórbergur reynir að sveigja lif sitt i fasta stefnu, undir vald hugsunarinnar og vilj- ans. Verður hann oft að beita liörðu við sjálfan sig, semja sér strangar lifsreglur, byrja aftur og aftur á nýjan leik, þegar freist- ingar holdsins liafa brotið þær allar niður, og viljinn reynzt istöðulaus. En í samfélag við Þórberg skipa sér í Ofvitanum aðr- ar ístöðulausar sálir, sem þó allar eru i liinni sönm leit og hann. Þær eru allar að reyna að finna sjálfri sér mótun og form, glíma við ásti'íður, sem bera þær langt úr leið, heyja bar- áttu við óstöðuglyndi, sem ætlar ævi þeirra að verða allri i mol- um, en aftur og aftur falla þær i tálsnörur við veginn, jafnvel Þórbergur sjálfur, sem beitir þó ströngustum aga við sjálfan sig. Þessi þrá til að öðlast þekkingu, brjóta alla hluti til mergjar, móta sjálfan sig, verða hugsandi frjáls og sjálfstæð vera, er hinn þungi samfelldi nndirstraumur í allri bókinni. En jafn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.