Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Page 25
Árni Friðriksson: Fjársjóðir íslenzkra vatna. Eitt af því, sem forfeð- ur vorir gátu sagt vinum og ættingjum í Noregi, þegar austur kom úr fyrstu fslandsferðunum, var það, að þar væru ár og vötn morandi af fiski. Vera má, að nokkur aug- lýsingasvipur hafi verið á þessum fréttum, en þó er varla liægt að efast um það, að mikla veiði hefur á þeim tímum mátt sækja i ár og vötn, er frá „órofi alda“ höfðu verið friðuð fyrir hendi mannsins. Það er hægt að nema land, eins og forfeður vorir gerðu það á landnámsöld, með því að „reisa sér byggðir og bú í blómguðu dalanna skauti“, eins og Jónas kvað, sér sjálfum ogóbornum til framtíðar dvalar, en það eitt er ekki nóg og sízt á vorum tímum, þegar miljónir samanþjaijp- aðra manna víðsvegar um heiminn meta og vega þann rétt, sem aðrar þjóðir eigi til þess að sitja fámennar i stór- um, góðum löndum. Fyrst og fremst á slíkum tinnun, en reyndar alltaf, her hverri þjóð nauðsyn til þess að nema land sitt í öðrum og víðtækari skilningi en forfeður okkar gerðu, og á það ekki sízt við um okkur íslend-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.