Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Side 32
238 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAB bundnum vatnarannsóknum? Að vísu skal ég játa það, að til eru heppilegri staðir fyrirvatnarannsóknastöð enÞing- vallavatn. Það væri til dæmis ákaflega æskilegt að liafa aðgang að lieitu vatni, ef í það væri lagt að byggja vatna- rannsóknastöð, og af þeim stórvötnum, sem hezt væru fallin til þess að setja við rannsóknastöð, býst ég við að Mývatn yrði heppilegast. „Þingvalla-leiðin“ í þessum málum er færust, vegna kostnaðarins, því að hún liefði hlntfallslega lítil aukaút- gjöld í för með sér. Reyndar þyrfti á góðum báti að halda, og það þvrfti að gera Þingvallabæinn svo úr garði, að hann mætti nota sem rannsóknarstofu. Auk þess kæmi auðvitað sá óhjákvæmilegi kostnaður, sem rannsóknirn- ar sjálfar krefðust. Ef við á liinn hóginn þyrftum ekki að horfa i það fé, sem til þess nægði (50—'100 þús. kr.) að hvggja almenni- lega rannsóknarstöð, tel ég víst, að Mývatn yrði fyrir val- inu. Þar væri hægt að koina upp fyrirmyndarklaki, gera tilraunir með ræktun silungs, athuga óvini vatnafiskanna, sjúkdóma þeirra, athuga áhrif heits vatns og margt fleira. Og svo er annað, sem alveg sérstaklega mælir með þvi, að við Mývatn væri slik miðstöð. Það er hin fráhæra frjó- semi vatnsins og hinn mjög mikli vöxtur silungsins í því. Alisilungurinn, sem ég gat um, að Danir hefðu flutt til út- landa, er allur af slikri stærð, „Portionsfiskur“, að 6—12 fara í kílóið, þ. e. hann er því sem næst 85—165 gr. Þessi fiskur er tveggja—þriggja ára, og til þess að fram.leiða 1 kíló af slíkum fiski þarf um 6—7 kiló af fæðu. En vöxtur Mývatnsbleikjunnar er slíkur, að hún nær þessari stærð á tveimur sumrum, án þess að kostað sé til einu einasta kílói af fæðu. Þetta þýðir raunverulega, að seiði, sem sett er í vatnið að vori, er vaxið upp í markaðsstærð um haust- ið, hálfu öðru ári síðar. Og' hvernig ætti svo slík rannsoknarstöð að starfa? Það er skoðun mín, að þær rannsóknir, sem ríkissjóður stend- ur á hak við, þurfi fyrst og fremst að vera í þágu atvinnu-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.