Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Page 45
Sverrir Kristjánsson: Harmleikur franska lýðveldisins. „Sagan endurtekur sig“, segja menn. Því verður ekki neitað. Stundum endurtekur hún sig sjálfkrafa, rétt eins og hún taki völdin af mönnunum, sem standa á taflborð- inu. Stundum er hún látin endurtaka sig. Þá eru það mennirnir á taflborðinu, sem reka hana upp á leiksvið- ið, færa liana i fornar flíkur og skipa henni að endnr- taka orð sín og athafnir, herma eftir fyrra látæði sínu. Adolf Hitler ríkiskanslari er mislieppnaður listamaður, en til þessa hafa stjórnmálin leikið i höndum lians. Hann hefur farið með furðulegt og ægilegt hlutverk i sögu síð- ustu ára. En það er eins og hann þnrfi að bregða sér við og við fram í áhorfendastúkuna lil þess að geta notið leiks- ins og staðið undir hlutverki sínu. Og þessvegna efndi hann til leiksýningar í hinu sögufræga rjóðri í Compiégneskóg- inum liinn 21. júní 1940. Fyrir rúmum tuttugu árum, hinn 7. nóvember 1918, stóðu sendimenn hins sigraða Þýzka- lands í þessu rjóðri og biðu vopnahlésskilmála Banda- manna. Þegar Focli, marskálkur Frakklands, konii þar að, Irreytti hann út úr sér þessum frunlalegu orðum: „Hvað er yður á höndum, lierrar mínir?“ Nú stóðu sigraðir herforingjar Frakklands á þessum sama stað frammi fyrir Hitler og fylgdarliði lians. Og til þess að ekkert skyldi skorta á memento liins sögulega fallvaltleika, hafði gamli járnhrautarvagninn frá annó 1918 verið dreginn fram úr dufti glevmskunnar og settur á teina sina þar. Nazisminn fékk ekki drukkið sigurfuil sitt til ljotns á aðra lund. En þegar hinum stutta þætli var

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.