Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Page 75
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 281 í Lundúnum og gekk mér til afþreyingar einn dagtíma inn í kvikmyndahús. Ég hef löngu gleymt hvaða mynd ég sá, má vera að ég liafi ekki tekið eftir af hverju hún var. Á eftir var lifandi fréttablað og þegar kom- ið var út í það mitt rámkaði ég við mér: myndir frá Revkjavík. Blýlitaður septemberliiminn vfir gráglittandi malhiki Túngötunnar og haustlegu Landakotstúninu. Lík skipsbrotsmanna af Púrkvó-pa eru horin til kirkju í Landakoti af hundrað og fimmtíu sjóliðum herskips- ins Hugreifs, VAudacieux, liins liraðskreiðasta í heimi, sem þá liafði verið siglt hingað frá Búlonju á rúmum tveim sólarhringum til að veita hinum látnu þjónustu franska ríkisins. Ög á eftir hinum þrjátíu og níu lik- kistum gengur einn maður, sem máir alla aðra menn út, smár vexti, dökkur, þéttur, snöfurlegur, með ofurlít- ið yfirskegg, hinn sígildi franski strandmaður á íslandi, í búningi sjóliðsforingja lágrar gráðu, með kaskeytið sitt í hendinni. Hann drúpir höfði — varast að líta upp svo enginn maður fái séð hina óttalegu spurn sem hlýtur að felast í augum hans: Hversvegna. Vinir lians og félagar -— þrjátíu og níu lík; hann -— einn. Næsti þáttur fréttamyndarinnar var frá Frakklandi. Líkum þessara skiphrotsmanna hefur verið komið fyr- ir á Sánkti-Vinsents-torginu í liafnarhænum Sánkti- Maló, biskupinn yfir Reims veitir hinum látnu synda- kvittun og flotamálaráðherra Frakklands mælir nokk- ur orð. Efgen Gonídekk stendur einnig á torginu fyrir framan líkkisturnar þrjátíu og níu, einn sér eins og í Landakoti, með kaskeytið sitt í hendinni og án þess að lita upp. Yfir lífi þessa einstæða manns ríkir aðeins eitt orð: Hversvegna. Síðasta atriði þessa lifandi fréttablaðs er frá Parísar- borg. Lík hinna þrjátíu og níu skipbrotsmanna af Mýr- um hafa verið borin í Kirkju Frúar Vox-rar, Notre Dame. Ivista Sjarkós doktors stendur fyrir miðri kirkju. Þegar sálumessunni er lokið og líkin borin út ganga þeir Le-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.