Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 69
LÝÐIÍÆÐI 59 með þjónustusemi sinni og aðstoð við Hitlersfasismann á hernáms- árunum. Kenningin um íhlutun Rússa er vissulega meira en óþörf til skýringar á þessum hrakförum afturhaldsflokkanna og engin ástæða til að gera ráð fyrir, að farið hefði öðruvísi í þessum lönd- um, þó að Rússar hefðu ekki orðið til að leysa þau úr ánauðinni, hefði annars ekki verið um að ræða íhlutun úr neinni annarri átt. I Grikklandi voru Rússar hvergi nærri, og tókst þó ekki þar í landi að koma afturhaldinu til valda að nýju nema með tilstyrk erlendra hersveita. Ef litið er á allar aðstæður í þessum löndum, virðist því óhugsandi, að hinir gömlu afturhaldsflokkar eigi afturkvæmt til valda þar. Þetta merkir auðvitað engan veginn, að það sé rétt, sem oft er haldið fram, að allir stjórnarandstöðuflokkar séu þar bann- aðir eða að minnsta kosti sviptir öllum skilyrðum frjálsrar starf- semi. Það er að vísu rétt, að starfsemi fasistaflokka er forboðin sam- kvæmt þeim meginreglum Krímskagaráðstefnunnar, sem fyrr er get- ið. En að öðru leyti eru engar hömlur lagðar á lögmæta starfsemi andstöðuflokka. Þeir njóta meira að segja í ýmsum greinum hlunn- inda, sem enginn kommúnistaflokkur í borgaralýðræðisþjóðfélagi gæti gert sér vonir um, eins og sjá má til að mynda af því dæmi, er búlgarska stjórnin tók að sér fyrir kosningar að sjá öllum stjórn- málaflokkum fyrir ókeypis húsnæði til fundahalda. Hitt verður stjórnarfarið auðvitað ekki sakað um, að þorri þessara þjóða vilja ekki hlíta forystu fyrr nefndra afturhaldsflokka, og þegar sumir fulltrúar hins „vestræna lýðræðis“ eru að heimta völdin í hendur þessum flokkum, er það vissulega engan veginn lýðræðisleg krafa. Annað atriði, sem orðið hefur ásteytingarsteinn jafnvel ýmsum heiðarlegum lýðræðissinnum, er sú samfylking frjálslyndra lýðræð- isflokka, sem tekið hefur að sér forystuna í stjórnmálalífi Austur- evrópulandanna. Gagnrýnendur þessa fyrirkomulags ímynda sér, að því er virðist, að lýðræðinu væri að einhverju leyti betur borgið, ef þessi samfylking klofnaði aftur í andstæða flokka eða flokksbrot, sem eyddu orku sinni í ófrjóa baráttu og fjandskap sín á milli. Hér er flokkakreddan enn á ferðinni, sú fráleita villutrú, sem ímyndar sér flokkabaráttuna út af fyrir sig svo sem einhverja sérstaka lýð- ræðisdyggð án tillits til þess, hvort þessi barátta eigi sér nokkra réttlætingu eða ekki. Mætti þó ekki öllum raunverulegum lýðræðis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.