Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 29
STARFSEMI AUtíHRINGANNA
123
hinum alþekktu amerísku bófum, sem láta friðsama borgara greiða
sér skatt fyrir að fá að ganga óáreitlir á götunum. Nefskatturinn til
hringanna eru þó smámunir í samjöfnuði við þær ógnir og skelf-
ingar, sem áhrif hringanna á stjórnmál og alþjóðamál geta dregið
yfir mannkynið. Ahrif auðhringanna, ekki sízt I. G. Farbenindustrie,
á þýzk stjórnmál og þáttur þeirra í valdatöku Hitlers er nú orðinn
alkunnur. Hitt mun fæstum kunnugt, að kjarnorkuframleiðslan er
nú komin í hendur nokkurra amerískra stórfyrirtækja, þar á meðal
du Pont og General Electric, sem nokkuð hefur verið minnzt á hér
að framan. Um áhrif þessara og annarra auðhringa á þróunina í
bandarískum stjórnmálum og alþjóðamálmn á seinustu árum er
aðeins hægt að láta sig gruna enn sem komið er.
Hversu ískyggilega sem nú horfir, og hversu svartsýnir sem menn
eru um þróun amerískra stjórnmála, síðan hin frjálslynda stefna
Roosevelts, er ekki sízt var beint gegn auðhringunum og starfsemi
þeirra, varð að lúta í lægra haldi, þá er það þó nokkur huggun, að
slíkar rannsóknir, sem hér getur, hafa verið framkvæmdar þar í
landi, og bók eins og bók McConkeys hefur verið birt þar. Það ber
vott um þann geysilega mun, sem enn er á Þýzkalandi Hitlers og
Bandaríkjum Trumans, þrátt fyrir þær mörgu hliðstæður, sem
annars er hægt að finna með þessum ríkjum bæði á sviði efnahags-
mála og stjórnmála.