Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 95
HIROSHIMA
189
tók gleraugu af nefinu á særðri hjúkrunarkonu, og þótt þau hæfðu
aðeins að nokkru leyti göllunum á sjón hans, voru þau betri en
ekki neitt. (Hann varð að láta sér þau nægja í meira en heilan
mánuð.)
Dr. Sasaki vann skipulagslaust, tók þá fyrst sem næstir voru, og
hann veitti því brátt athygli að gangurinn virtist verða fyllri og
fyllri. Auk skráma og sára, sem flestir á spítalanum höfðu hlotið,
fór hann að rekast á hræðileg brunasár. Þá skildi hann að sjúkling-
arnir voru að streyma inn utan af götunni. Þeir voru svo margir
að hann fór að hlaupa yfir þá sem voru lítið særðir; hann komst
að þeirri niðurstöðu að hann gæti í bezta lagi reynt að koma í veg
fyrir að fólki blæddi til ólífis. Innan skamms lágu sjúklingar og
engdust sundur og saman á gólfinu í sjúkrastofunum og rannsókn-
arstofunum og í öllum hinum herbergjunum, og í göngunum, og í
stigunum, og í anddyrinu, og í bifreiðaportinu, og á steinþrepun-
um fyrir utan, og á akbrautinni og í garðinum, og langar leiðir
á götunum fyrir utan í allar áttir. Særðir studdu limlesta; af-
skræmdar fjölskyldur hnipruðust í hópa. Margir köstuðu upp í
sífellu. Skelfilegur fjöldi af skólatelpum skreiddist inn í spítalann
— nokkrar þeirra sem höfðu verið teknar út úr kennslustofunum
til að vinna utanhúss við að gera brunavarnarbelti. í þessari borg
tvö hundruð fjörutíu og fimm þúsund íbúa, létust eða særðust til
ólífis næstum hundrað þúsundir í einu vetfangi; hundrað þúsundir
í viðbót særðust. Af þeim særðu komu að minnsta kosti tíu þús-
undir til bezta spítalans í borginni, en hann var öldungis ófær um
að taka á móti slíkum fjölda, því að í honum voru aðeins sex hundr-
uð rúm og þau voru öll full. í kæfandi þrönginni í spítalanum grét
fólk og hrópaði á dr. Sasaki: „Sensei! Læknir!“ og þeir sem voru
lítið særðir komu og toguðu í ermina á honum og grátbændu hann
að koma og hjálpa þeim sem voru illa særðir. Dr. Sasaki var tog-
aður fram og aftur á sokkaleistunum, ringlaður af öllum þessum
fjölda, agndofa af öllu þessu særða holdi, og hann glataði læknis-
mennsku sinni og hætti að starfa eins og hæfur skurðlæknir og við-
felldinn maður; hann varð að vélbrúðu, þurrkaði, penslaði, batt,
þurrkaði, penslaði, batt eins og vél.