Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 95
HIROSHIMA 189 tók gleraugu af nefinu á særðri hjúkrunarkonu, og þótt þau hæfðu aðeins að nokkru leyti göllunum á sjón hans, voru þau betri en ekki neitt. (Hann varð að láta sér þau nægja í meira en heilan mánuð.) Dr. Sasaki vann skipulagslaust, tók þá fyrst sem næstir voru, og hann veitti því brátt athygli að gangurinn virtist verða fyllri og fyllri. Auk skráma og sára, sem flestir á spítalanum höfðu hlotið, fór hann að rekast á hræðileg brunasár. Þá skildi hann að sjúkling- arnir voru að streyma inn utan af götunni. Þeir voru svo margir að hann fór að hlaupa yfir þá sem voru lítið særðir; hann komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti í bezta lagi reynt að koma í veg fyrir að fólki blæddi til ólífis. Innan skamms lágu sjúklingar og engdust sundur og saman á gólfinu í sjúkrastofunum og rannsókn- arstofunum og í öllum hinum herbergjunum, og í göngunum, og í stigunum, og í anddyrinu, og í bifreiðaportinu, og á steinþrepun- um fyrir utan, og á akbrautinni og í garðinum, og langar leiðir á götunum fyrir utan í allar áttir. Særðir studdu limlesta; af- skræmdar fjölskyldur hnipruðust í hópa. Margir köstuðu upp í sífellu. Skelfilegur fjöldi af skólatelpum skreiddist inn í spítalann — nokkrar þeirra sem höfðu verið teknar út úr kennslustofunum til að vinna utanhúss við að gera brunavarnarbelti. í þessari borg tvö hundruð fjörutíu og fimm þúsund íbúa, létust eða særðust til ólífis næstum hundrað þúsundir í einu vetfangi; hundrað þúsundir í viðbót særðust. Af þeim særðu komu að minnsta kosti tíu þús- undir til bezta spítalans í borginni, en hann var öldungis ófær um að taka á móti slíkum fjölda, því að í honum voru aðeins sex hundr- uð rúm og þau voru öll full. í kæfandi þrönginni í spítalanum grét fólk og hrópaði á dr. Sasaki: „Sensei! Læknir!“ og þeir sem voru lítið særðir komu og toguðu í ermina á honum og grátbændu hann að koma og hjálpa þeim sem voru illa særðir. Dr. Sasaki var tog- aður fram og aftur á sokkaleistunum, ringlaður af öllum þessum fjölda, agndofa af öllu þessu særða holdi, og hann glataði læknis- mennsku sinni og hætti að starfa eins og hæfur skurðlæknir og við- felldinn maður; hann varð að vélbrúðu, þurrkaði, penslaði, batt, þurrkaði, penslaði, batt eins og vél.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.