Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 73
JOHN HERSEY:
HIROSHIMA
31. ágúst 1946 kom vikublaðið The New Yorker, eitt kunnasta tímarit Banda-
ríkjanna, út með mjög óvenjulegu sniði. Ur því hafði verið fellt allt það efni
sem yfirleitt er talið girnilegastur fróðleikur, en í staðinn hafði ritið aðeins að
geyma eina grein sem tók yfir 45 síður innan um auglýsingar um viský, brjósta-
haldara, kjóla og bíla. En þótt tímaritið skorti að þessu sinni fjölbreytni þá sem
talin hefur verið helzta dyggð þess, brá svo við að það seldist upp á svipstundu
og prenta varð ný upplög. Og það nægði engan veginn. Greinin var lesin upp í
útvarp víðsvegar um Bandaríkin, margendurprentuð í bókarformi og síðan
þýdd á flestar þjóðtungur heims.
Greinin sem slíka athygli vakti var eftir bandarískan blaðamann, John Hersey.
Hún hafði að geyrna látlausa og skrúðyrðasnauða lýsingu á örlögum íbúanna í
Hiroshima, borginni sem varð fyrir fyrstu kjarnorkusprengjunni í upphafi atóm-
aldar 6. ágúst 1945.
Þessi grein birtist nú loks í heild íslenzkum lesendum, og má segja að það
sé ekki vonum fyrr. En greinin hefur síður en svo glatað gildi sínu við biðina.
Þróun alþjóðamála hefur illu heilli orðið svo öfugsnúin að lýsingar hennar eru
nú ennþá nærtækari og hugstæðari en þegar hún birtist fyrst. Drottnar kjam-
orkunnar beita nú hinni ægilegu þekkingu sinni sem hótunarvopni í sókn að
algerum heimsyfirráðum, og íslendingar hafa ekki farið varhluta af þeirri sókn.
Einn áfangi hennar var herstöðvasamningurinn er gerður var við 32 alþingis-
rnenn 5. október 1946. Með honum varð ísland skotmark kjamorkusprengna ef
til styrjaldar kemur. En hverjar sem afleiðingar þess óheillaverks kunna að
verða er það í sannleika ekki verðskuldun þeirra manna sem samninginn gerðu,
þótt íslenzku þjóðinni verði hlíft við örlögum íbúanna í Hiroshima.
M.K.
I
Hljóðlaust leiftur
Klukkan nákvæmlega fimmtán mínútur yfir átta um morguninn
6. ágúst 1945, samkvæmt japönskum tíma, í sama bili og kjarn-
orkusprengjan splundraðist uppi yfir Hiroshima, var ungfrú Toshiko
Sasaki, skrifstofustúlka í Austur-Asíu niðursuðuverksmiðjunni, ný-