Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 25
STARFSEMI AUÐHRINGANNA 119 augum, ræður yfir einkaleyfunum og hefur sérstakt lögreglulið til að líta eftir því, að verðlags- og söluákvæði hans séu ekki brotin. Verð það, sem hringurinn heldur uppi, er þrisvar til fjórum sinnuni hærra en vera þyrfti, og afleiðingin sú, að tugir miljóna Banda- ríkjamanna verða að vera án gleraugna, enda þótt þeir hefðu þeirra fulla þörf. í Bandaríkjunum er til öflugur félagsskapur, er nefnist „National Association of Manufacturers“ (Félag bandarískra iðn- rekenda). Þessi félagsskapur telur sig vera helzta málsvara „frjálsr- ar samkeppni“ þar í landi, og til þess kallaðan að flytja öðrum þjóðum fagnaðarboðskap hins bandaríska efnahagskerfis. Forseti þessa félagsskapar var árið 1945 kjörinn Ira nokkur Mosher. Hann hafði áður verið aðalframkvæmdarstjóri gleraugnahrings þess, sem fyrr getur, „American Optical“, og um það leyti sem forsetakjör hans fór fram, hafði hið opinbera höfðað mál gegn honum vegna takmörkunar þeirrar á frjálsri samkeppni, er gleraugnahringurinn hafði gert sig sekan um, og braut í bága við hringalöggjöfina. Ein- mitt þessi maður var af amerískum iðnrekendum álitinn þess mak- legastur að verða forseti í félagsskap þeirra á því herrans ári 1945. Gervitennur Árið 1938 tókst litlu fyrirtæki í Pittsburgh að nota nýtt gervi- efni, svonefnt Plexiglas, til að búa til falskar tennur. Efnahringur- inn du Pont hótaði fyrirtækinu þegar málarekstri vegna brota á einkaleyfum, og áleit fyrirtækið því heppilegra að leita samkomu- lags en leggja til baráttu við þennan jötun. Samkomulag náðist á þeim grundvelli, að útsöluverð á efni í einar tennur var ákveðið 4 dollarar, en framleiðsluverðið var hins vegar 15 cent. Hreinn ágóði, að greiddum hinum gífurlega sölu- og auglýsingakostnaði, var tal- inn vera tæpir 2 dollarar á hverjar tennur, eða um helmingur út- söluverðsins. Erfitt reyndist þó að halda þessari einokunaraðstöðu. Smáframleiðendur utan hringsins gátu búið til efni það, er notað var til tannsmíðanna, úr Plexiglasdufti, er hringurinn framleiddi í stórum stíl til iðnaðarnotkunar, og seldi þar af leiðandi mjög ódýrt. Efnið í einar tennur var sjötíu sinnum dýrara, ef það var keypt af hringnum sem slíkt, heldur en ef duftið var notað. Til þess að koma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.