Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 63
MAJA
157
En ungherjinn er ekki eins uppnæmur fyrir smámunum og
Dorotsjka vefkona.
— Michelangelo auðvitað! svarar hann. — SjáSu bara aflvöSv-
ana á stráknum! Og leggina. Þú getur bölvaS þér upp á, aS tæki
hann þátt í kapphlaupi, mundi hann sigra hvern sem væri á öllum
vegalengdum, jafnvel meS forgjöf!
III
Sunnudagurinn er liSinn. SíSasti og þaulsætnasti safngesturinn,
sá sem kemur á safniS á hverju kvöldi til aS horfa látlaust á svart-
eygSu dyravörzlumeyna, er einnig farinn. Adrían Adríanovitsj
situr í hornherberginu og hvílir sig. Inn um galopinn gluggann
streymir kyrrSin, sjávarloftiS og tunglsljósiS inn í herbergiS. ÞaS
slær gulIroSa á bókakilina í glerskápnum. Skrautleg rauS rós breiS-
ir út blöS sín í glasi frá Feneyjum á skrifborSinu.
Afanasij eineygSi, hinn iSrandi stallbróSir Sílónís kósakkahöfS-
ingja, er nú safnþjónn og auk þess matreiSslukona, þvottakona og
herbergisþerna hjá Adrían Adríanovitsj. Hann kemur nú meS kvöld-
matinn á bakka: vín í leirkrús, köku, smjör og hunang á vínviSar-
laufi. SannkölluS kóngamáltíS, sem gamall Grikki mundi ekki einu
sinni hafna. Auk þess hefur Afanasij nokkur bréf meSferSis —
póstmerkta veiSi, sem lífshafiS hefur skolaS upp á skrifborS Adríans
gamla Stavrakis.
Adrían Adríanovitsj skrúfar upp í olíulampanum („þeir“ eru .
alltaf aS tala um aS raflýsa bæinn, en þaS verSur aldrei neitt af því),
borSar í ró og næði og lítur á bréfin. Tunglskinið og lampaljósiS
fellur á þykkt háriS og breiðar herðarnar. Bréfin eru ekki mjög
merkileg. Nokkur eru frá embættisbræSrum, safnvörðum eins og
hann er. Einn þeirra vill skipta á helgimynd frá Novgorod (hann á
margar) og leirkeri, sem sé ekki yngra en frá fjórðu öld fyrir Krists
burS. Annar vill fá að vita, hvernig eigi að geyma skinnhandrit.
ÞriSji dregur í efa, að nýfundin madonna sé ósvikin. Allt í sömu
tóntegund. Svo er bréf frá alþýSufræðsIuráðinu, það er að segja,
það er eiginlega ekkert bréf, heldur opinber tilskipun um, að safn-
gestir skuli fylla út spurningaevðublaS (sýnishorn fylgir). Adrían