Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 103
HIROSHIMA
197
trúboðans — eina upprétta hús borgarhlutans — fuðra upp, og
hræðilegur hiti lék um andlit honum. Síðan barst eldurinn yfir
götuna og inn í hús hans. Með stjórnlausu æðiskasti tókst honum
að losa sig og hljóp síðan eftir götum Nobori-cho, umlukinn eldi
þ.eim sem hann hafði sagt að aldrei myndi koma. Allt í einu var
hann orðinn eins og öldungur í fasi; tveimur mánuðum síðar var hár
hans orðið hvítt.
Meðan dr. Fujii stóð upp í háls niðri í ánni til að hlífa sér við
hitanum frá eldinum, varð vindurinn hvassari og hvassari, og þótt
yfirborð vatnsins væri lítið, urðu öldurnar svo háar að fólkið undir
brúnni gat ekki lengur fótað sig. Dr. Fujii fór alveg upp að strönd-
inni, kraup niður, og hélt utan um stóran stein með þeirri hend-
inni sem heil var. Síðar var hægt að vaða yzt með ströndinni, og
dr. Fujii og hjúkrunarkonurnar hans tvær sem eftir lifðu fluttu
sig urn tvö hundruð yards uppstreymis að sandrifi í nánd við
Asano-garðinn. Margir særðir lágu á sandinum. Dr. Machii var
þar með fjölskyldu sinni; dóttir hans sem verið hafði úti þegar
sprengjan féll, var illa brennd á höndum og fótum en til allrar ham-
ingju ekki í andliti. Enda þótt dr. Fujii hefði nú hræðilegan verk
í öxlinni, athugaði hann brunasár stúlkunnar mjög vandlega. Síðan
lagðist hann niður. Þrátt fyrir volæðið allt í kringum hann, blygð-
aðist hann sín fyrir útlit sitt, og hann sagði við dr. Machii að hann
liti út eins og beiningamaður, þar sem hann var aðeins klæddur rifn-
um og blóðugum nærfötum. Síðar um kvöldið, þegar eldarnir tóku
að sljákka, ákvað hann að fara heim til foreldra sinna í úthverfið
Nagatsuka. Hann bað dr. Machii að koma með sér, en læknirinn
svaraði að hann ætlaði að dveljast með fjölskyldu sinni á eyrinni
um nóttina vegna meiðsla dóttur sinnar. Dr. Fujii fór fyrst með
hjúkrunarkonunum sínum til Ushida en þar fann hann bráðabirgða-
lækningakassa sem hann hafði komið fyrir í húsi ættingja sinna,
en það var nú hrunið að nokkru. Hjúkrunarkonurnar tvær bundu sár
hans og hann þeirra. Þau héldu áfram. Nú var aðeins fátt fólk á
götunum, en mjög margir sátu og lágu á gangstéttunum, köstuðu
upp, biðu dauðans og dóu. Fjöldi líkanna á leiðinni til Nagatsuka