Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 102
196 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR enga menn til að hjálpa yður!“ hrópaði hann gegnum ganginn. „Þér verðið sjálfar að reyna að komast út.“ „Það er ómögulegt,“ sagði hún. „Vinstri fóturinn ...“ Maður- inn var farinn. Löngu síðar komu nokkrir menn og drógu ungfrú Sasaki út. Vinstri fóturinn var ekki slitinn af henni, en hann var illa brotinn og skorinn og skekktur fyrir neðan hnéð. Þeir fóru með hana út í garðinn. Það var rigning. Hún settist á jörðina í regninu. Þegar úrkoman óx, skipaði einhver særða fólkinu að leita sér skýlis í loftvarnarbyrgjum verksmiðjunnar. „Komið þér,“ sagði illa særð kona við hana. „Þér getið hoppað.“ En ungfrú Sasaki gat ekki hreyft sig, og hún hélt áfram að bíða í rigningunni. Þá kom maður og setti upp stóra plötu af bárujárni sem eins konar afdrep og tók hana í fangið og bar hana þangað. Hún var honum mjög þakklát þangað til hann kom með tvær hræðilega særðar manneskjur — konu sem annað brjóstið var skorið af og mann sem hafði blóðugt hold eftir brunasár í stað andlits — og lét þau njóta hins lítilmót- lega afdreps með henni. Síðan kom enginn. Það stytti upp, og síð- degis var skýjað og ákaflega heitt; þegar kveldaði var komin mjög slæm lykt af þessum þremur draugaverum undir bárujárninu. Fyrrverandi formaður Grannafélagsins í Nobori-cho, sem kaþólsku prestarnir voru í, var athafnasamur maður, Yoshida að nafni. Meðan hann sá um loftvarnir hverfisjns, hafði hann grobbað af því að þótt eldurinn æti upp alla Hiroshima myndi hann aldrei ná til Nobori-cho. Sprengjan feykti húsi hans um koll, og fæturnir á honum festust undir bjálka, og þannig var hann negldur fastur beint fyrir framan trúboðshús jesúítanna handan við götuna og framan í fólkinu sem skundaði eftir strætinu. Þegar frú Nakamura flýtti sér fram hjá með börnin sín og faðir Kleinsorge með herra Fukai á bakinu, sáu þau hann varla í fátinu sem á þeim var; hann var aðeins brot af þeirri almennu hörmung sem umlukti þau. Hróp hans um hjálp hlutu engin svör frá þeim; það voru svo margir sem hrópuðu um hjálp að þau gátu ekki heyrt til hans sérstaklega. Þau fóru fram hjá eins og allir aðrir. Nobori-cho hverfið varð autt og yfirgefið, og eldurinn æddi um það. Herra Yoshida sá tréhús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.