Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 102
196
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
enga menn til að hjálpa yður!“ hrópaði hann gegnum ganginn.
„Þér verðið sjálfar að reyna að komast út.“
„Það er ómögulegt,“ sagði hún. „Vinstri fóturinn ...“ Maður-
inn var farinn.
Löngu síðar komu nokkrir menn og drógu ungfrú Sasaki út.
Vinstri fóturinn var ekki slitinn af henni, en hann var illa brotinn
og skorinn og skekktur fyrir neðan hnéð. Þeir fóru með hana út
í garðinn. Það var rigning. Hún settist á jörðina í regninu. Þegar
úrkoman óx, skipaði einhver særða fólkinu að leita sér skýlis í
loftvarnarbyrgjum verksmiðjunnar. „Komið þér,“ sagði illa særð
kona við hana. „Þér getið hoppað.“ En ungfrú Sasaki gat ekki hreyft
sig, og hún hélt áfram að bíða í rigningunni. Þá kom maður og
setti upp stóra plötu af bárujárni sem eins konar afdrep og tók
hana í fangið og bar hana þangað. Hún var honum mjög þakklát
þangað til hann kom með tvær hræðilega særðar manneskjur —
konu sem annað brjóstið var skorið af og mann sem hafði blóðugt
hold eftir brunasár í stað andlits — og lét þau njóta hins lítilmót-
lega afdreps með henni. Síðan kom enginn. Það stytti upp, og síð-
degis var skýjað og ákaflega heitt; þegar kveldaði var komin mjög
slæm lykt af þessum þremur draugaverum undir bárujárninu.
Fyrrverandi formaður Grannafélagsins í Nobori-cho, sem kaþólsku
prestarnir voru í, var athafnasamur maður, Yoshida að nafni.
Meðan hann sá um loftvarnir hverfisjns, hafði hann grobbað
af því að þótt eldurinn æti upp alla Hiroshima myndi hann aldrei
ná til Nobori-cho. Sprengjan feykti húsi hans um koll, og fæturnir
á honum festust undir bjálka, og þannig var hann negldur fastur
beint fyrir framan trúboðshús jesúítanna handan við götuna og
framan í fólkinu sem skundaði eftir strætinu. Þegar frú Nakamura
flýtti sér fram hjá með börnin sín og faðir Kleinsorge með herra
Fukai á bakinu, sáu þau hann varla í fátinu sem á þeim var; hann
var aðeins brot af þeirri almennu hörmung sem umlukti þau. Hróp
hans um hjálp hlutu engin svör frá þeim; það voru svo margir sem
hrópuðu um hjálp að þau gátu ekki heyrt til hans sérstaklega.
Þau fóru fram hjá eins og allir aðrir. Nobori-cho hverfið varð autt
og yfirgefið, og eldurinn æddi um það. Herra Yoshida sá tréhús