Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 108
202
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
blóðrisa fætur. Hvirfilvindurinn færðist út yfir ána, sogaði þar
upp vatnsstrók og hjaðnaði síðan smátt og smátt.
Eftir rokið fór herra Tanimoto að ferja fólk aftur, og faðir
Kleinsorge bað guðfræðinemann að fara með honum og reyna að
komast til jesúítaklaustursins í Nagatsuka, en það var um þrjár
mílur frá miðbiki borgarinnar, og biðja prestana þar að koma
föður Schiffer og föður LaSalle til hjálpar. Guðfræðineminn fór
í bátinn ásamt herra Tanimoto og lagði af stað með honum. Faðir
Kleinsorge spurði frú Nakamura hvort hún vildi fara til Nagatsuka
með prestunum þegar þeir kæmu. Hún sagðist hafa ýmislegt dót
með sér og börnin væru veik — þau köstuðu ennþá upp við og við,
og það gerði hún raunar líka — og þess vegna var hún hrædd um
að hún gæti ekki farið. Hann sagðist halda að prestarnir úr klaustr-
inu myndu koma aftur daginn eftir með handvagn og ná í hana.
Seint um kvöldið þegar herra Tanimoto kom um stund á land,
en dugnaður hans og framtakssemi var nú orðinn huggun margra,
heyrði hann fólk biðja um mat. Hann ráðgaðist við föðúr Klein-
sorge, og þeir ákváðu að fara aftur inn í borgina og ná í hrísgrjón
úr loftvarnarskýli Grannafélagsins, sem herra Tanimoto stóð fyrir,
og úr skýli trúboðsins. Faðir Cieslik og tveir eða þrír aðrir fóru
með þeim. í fyrstu vissu þeir ekki hvar þeir voru þegar þeir gengu
fram með röðum gereyddra húsa; breytingin var of snögg, úr
athafnaborg með tvö hundruð og fjörutíu og fimm þúsund íbúa um
morguninn í tómar rústir um kvöldið. Malhikið á götunum var
enn svo mjúkt og heitt eftir eldana að óþægilegt var að ganga
á því. Þeir mættu aðeins einni manneskju, konu sem sagði við þá
þegar þeir gengu fram hjá: „Maðurinn minn er í þessari ösku.“
Herra Tanimoto skildi við þá hjá trúboðsstöðinni, og þar varð séra
Kleinsorge fyrir þeim vonbrigðum að sjá trúboðshúsið gereytt.
Á leiðinni í skýlið sá hann stiknað grasker á grein í garðinum.
Þeir faðir Cieslik brögðuðu á því, og það var gott. Þeim kom á
óvart hvað þeir voru soltnir, og þeir fengu sér talsvert að borða.
Þeir náðu í marga poka af hrísgrjónum og söfnuðu ennþá fleiri
graskerum og grófu upp kartöflur sem voru vel bakaðar niðri
í moldinni, og héldu síðan af stað til baka. Herra Tanimoto slóst
aftur í för með þeim á leiðinni. Einn af þeim sem með honum voru