Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 15
TILSVAR UM FRELSI 109 semsé enn ekki rekist á neitt dæmi þar sem krafan væri ekki að ein- hverju leyti bundin við undirokun þá sem talið er að beitt sé í Rúss- landi gagnvart þeim mönhum sem kvað vilja prédika kapítalisma í því landi eða endurreisa þar auðvaldsfyrirtæki. Ég mundi fagna því ef ég frétti einhverntíma að í blöðum amrískra auðhrínga, eða mál- gögnum fátækra skvldmenna þeirra í Evrópu, hafi komið grein þar sem krafist væri frelsis í einhverri mynd fyrir hönd einhvers undir- okaðs minnihluta, kynstofns, stéttar, þjóðar eða flokks einhversstað- ar í heiminum, öðrum en ímynduðum auðvaldssinnum í Ráðstjórn- arríkjum. Ég held því að þegar ég ræði um frelsi það sem krafist er í auðvaldsblöðum, oft kallað „andlegt frelsi“ eða jafnvel „lýðfrelsi“- o. þvíl., þá sé mér óhætt að tefja einkum við þær kröfur, gerðar utan Rússlands, um frjálsa starfsemi flokka sem hafi það markmið að brjóta niður sósíalismann í Rússlandi og koma þar á einhverskonar auðvaldsskipan. Þó er skylt að láta blöð kapítalista, svo og blöð fylgismanna þeirra sósíaldemókrata, njóta sannmælis um eitt: sjaldan kemur fyrir að blöð þessi saki ráðstjórnina um að banna að nokkur almenn fræðsla sé flutt þjóðinni, ellegar stínga undir stól vísindalegum staðreynd- um og koma í veg fyrir útbreiðslu tæknilegra uppfundnínga sem miða að því að bæta lifskjör manna, öðru nær: kapítalistar, svo og hinir sósíaldemókratisku fylgjarar þeirra, játa, þó ekki ævinlega af jafnaugljósum fúsleik, að vísindi séu í hávegum höfð í Ráðstjórnar- ríkjum, og tilteknar greinar menníngarlífs standi þar með blóma, og þeim dettur ekki heldur í hug að neita því að skólakerfi Ráðstjórnar- ríkja sé bæði víðtækt og velvirkt. Kapítalistar og þeirra fylgjarar hafa í blaðakosti sinum einnig orðið að játa að ráðstjórnin leyfi sér- skóla sem kenni grískan rétttrúnað, kenníngu sem af fróðum mönn- um er talin standa miklu nær gömlum góðum kristindómi en nokkurt nútímavörumerki prótestantiskra sértrúarflokka auglýst og upp hald- ið af vestrænum lýðræðisríkjum, og jafnvel hafa vinnínginn hvað aldur snertir umfram sjálfan páfadóminn. Þó er merkilegast af öllu að einginn veit til þess að ráðstjórnin hafi nokkurntíma gert tilraun til að þagga niður merkar uppgötvanir í iðnaði, einsog t. d. aðferð til að framleiða nælon eða tilbúið togleður, en vitneskjunni um þetta lókst kapítalistum að leyna einsog mannsmorði fyrir heiminum ára-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.