Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Qupperneq 15
TILSVAR UM FRELSI
109
semsé enn ekki rekist á neitt dæmi þar sem krafan væri ekki að ein-
hverju leyti bundin við undirokun þá sem talið er að beitt sé í Rúss-
landi gagnvart þeim mönhum sem kvað vilja prédika kapítalisma í
því landi eða endurreisa þar auðvaldsfyrirtæki. Ég mundi fagna því
ef ég frétti einhverntíma að í blöðum amrískra auðhrínga, eða mál-
gögnum fátækra skvldmenna þeirra í Evrópu, hafi komið grein þar
sem krafist væri frelsis í einhverri mynd fyrir hönd einhvers undir-
okaðs minnihluta, kynstofns, stéttar, þjóðar eða flokks einhversstað-
ar í heiminum, öðrum en ímynduðum auðvaldssinnum í Ráðstjórn-
arríkjum. Ég held því að þegar ég ræði um frelsi það sem krafist er í
auðvaldsblöðum, oft kallað „andlegt frelsi“ eða jafnvel „lýðfrelsi“-
o. þvíl., þá sé mér óhætt að tefja einkum við þær kröfur, gerðar utan
Rússlands, um frjálsa starfsemi flokka sem hafi það markmið að
brjóta niður sósíalismann í Rússlandi og koma þar á einhverskonar
auðvaldsskipan.
Þó er skylt að láta blöð kapítalista, svo og blöð fylgismanna þeirra
sósíaldemókrata, njóta sannmælis um eitt: sjaldan kemur fyrir að
blöð þessi saki ráðstjórnina um að banna að nokkur almenn fræðsla
sé flutt þjóðinni, ellegar stínga undir stól vísindalegum staðreynd-
um og koma í veg fyrir útbreiðslu tæknilegra uppfundnínga sem
miða að því að bæta lifskjör manna, öðru nær: kapítalistar, svo og
hinir sósíaldemókratisku fylgjarar þeirra, játa, þó ekki ævinlega af
jafnaugljósum fúsleik, að vísindi séu í hávegum höfð í Ráðstjórnar-
ríkjum, og tilteknar greinar menníngarlífs standi þar með blóma, og
þeim dettur ekki heldur í hug að neita því að skólakerfi Ráðstjórnar-
ríkja sé bæði víðtækt og velvirkt. Kapítalistar og þeirra fylgjarar
hafa í blaðakosti sinum einnig orðið að játa að ráðstjórnin leyfi sér-
skóla sem kenni grískan rétttrúnað, kenníngu sem af fróðum mönn-
um er talin standa miklu nær gömlum góðum kristindómi en nokkurt
nútímavörumerki prótestantiskra sértrúarflokka auglýst og upp hald-
ið af vestrænum lýðræðisríkjum, og jafnvel hafa vinnínginn hvað
aldur snertir umfram sjálfan páfadóminn. Þó er merkilegast af öllu
að einginn veit til þess að ráðstjórnin hafi nokkurntíma gert tilraun
til að þagga niður merkar uppgötvanir í iðnaði, einsog t. d. aðferð
til að framleiða nælon eða tilbúið togleður, en vitneskjunni um þetta
lókst kapítalistum að leyna einsog mannsmorði fyrir heiminum ára-