Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 116
210
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
að ný sprengjutegund hafi verið notuð. Frekari atriði eru í rann-
sókn.“ Það er heldur ekki sennilegt að nokkur þeirra sem eftir
lifðu hafi heyrt þegar endurvarpað var á stuttbylgjum óvenjulegri
tilkynningu frá forseta Bandaríkjanna, sem kenndi hina nýju
sprengju við kjarnorku: „Þessi sprengja var öflugri en tuttugu þús-
und tonn af TNT. Hún hafði meira en tvö þúsund sinnum meira
sprengiafl en brezka sprengjan „Stóra slemm“, en það er stærsta
sprengja í hernaðarsögunni sem nokkurn tíma hefur verið notuð.“
Þeir sem fyrir sprengingunni höfðu orðið og voru færir um að
velta fyrir sér hvað gerzt hefði, hugsuðu það og ræddu með frum-
stæðari, barnalegri hugtökum — ef til vill benzín sem dreift hefði
verið úr flugvél, eða einhver eldfim gastegund, eða stórt bundin af
íkveikjusprengjum, eða verk fallhlífarhermanna; en þótt þeir
hefðu þekkt sannleikann, hefðu flestir þeirra verið of önnum
kafnir eða of þreyttir eða of mikið særðir til þess að láta sig nokkru
skipta að á þeim hefði einmitt verið gerð fyrsta mikla tilraunin til
að nota kjarnorku, en (hrópuðu raddirnar á stuttbylgjum) hana
hefði ekkert land nema Bandaríkin getað leyst úr viðjum með iðn-
aðarþekkingu sinni og fúsleika sínum til að eyða tveim miljörðum
gulldollara í mikilvægt hernaðarlegt hættuspil.
Herra Tanimoto var enn gramur við læknana. Hann ákvað að
sækja sjálfur lækni handa Asano-garðinum — draga hann þangað
á hárinu, ef á þyrfti að halda. Hann fór yfir ána, fram hjá muster-
inu þar sem hann hafði hitt konu sína sem snöggvast daginn áður,
og gekk út að Austursvæðinu. Það hafði fyrir löngu verið ætlað
til afdreps á hættutímum, og því bjóst hann við að finna lækna-
stöð þar. Hann fann hana líka í umsjá herlækningadeildar, en
hann sá einnig að læknarnir sáu ekki nándar nærri út yfir starf
sitt, og þúsundir sjúklinga lágu á víð og dreif innan um líkin á
sléttunni fyrir fratnan læknastöðina. Engu að síður gekk hann að
einum herlækninum og sagði eins álasandi og hann gat: „Hvers
vegna hafið þér ekki komið í Asano-garðinn ? Það er mikil þörf
á yður þar.“
Læknirinn svaraði þreyttri röddu án þess einu sinni að líta upp
frá vinnu sinni: „Ég á að vera á þessari lækningastöð."