Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 64
158
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Adríanovitsj glottir háðslega, fær sér vænan vínteyg og leggur þetta
opinbera plagg frá sér. Loksins kemur þó reglulegt bréf. Það er
frá París, frá fornvini hans, skáldi, sem naut mikillar hylli í Rúss-
landi fyTir nokkrum árum, en lifir nú í útlegð við þverrandi gengi.
Skáldið skrifar: „Þú veizt, að þrátt fyrir kaldranalegt útlit hef ég
alltaf verið kurteis við konurnar. En það eru tvær konur, sem ég
hef aldrei getað þolað. Onnur er Hel, en hin er Byltingin. Þá fyrr-
nefndu þekki ég sem betur fer aðeins af afspurn, en hina aftur á
móti . . .“
Adrían Adríanovitsj kinkar kolli til samþykkis. Lampinn fær að
hafa alla sína hentisemi og teygir langa tungu út úr sér framan í
tunglið. En tunglið er hátt yfir þetta hafið og svífur á burt yfir
sjóinn. Lítill tilrauna- og kennslubátur, sem liggur við festar fram
undan skólanum, glitrar eins og brennt silfur í tunglsljósinu.
Og að lokum kemur síðasta bréfið. Það er í ódýru, kauðalegu
umslagi, og utanáskriftin er ógreinileg. Adrían Adríanovitsj opnar
bréfið og les:
„Elsku bezti frændi!“
Hann stanzar og lítur á lampann: frændi — hvers frændi er
hann? Jú, það var alveg rétt: Hann átti systurdóttur, sem hét
Aglaja. Það hafði nú víst sitt af hverju drifið á daga hennar . . .
bíðum við, jú, hún var gift kommúnista. Hvað lá henni nú á
hjarta, þessari Aglaju, sem hafði svo dæmalaust líkan vangasvip og
Teodóra keisaradrottning í Miklagarði. Hún hafði ekki gefið neitt
lífsmark frá sér í óratíma, og nú fór hún allt í einu að skrifa. Hún
skrifaði, að hún væri ekki vel frísk. Maðurinn sinn hefði verið
sendur til Síberíu til að koma af stað samvinnustarfsemi, og nú
langaði hana til að koma niður að ströndinni með börnin sín.
Henni hafði dottið í hug sinn elskulegi frændi og trúði ekki, að
hann mundi neita sér um gistivináttu sína. Hún óskaði eftir svari
símleiðis.
Adrían Adríanovitsj brýtur heilann langa hríð. Auðvitað mundi
það eyðileggja sumarið fyrir honum. Hins vegar hafði Aglaja
verið indæl og skemmtileg, þegar hún var lítil. Hún hafði verið
ákaflega sólginn í ávexti og ævintýr. Einu sinni, þegar hún fékk að
sjá kókoshnot, sagði hún: