Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 36
130
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
til að harma að ekki hefur verið lagt meira af mörkum meðan
nægir peningar voru til. Og íslenzkir menntamenn mega vera vel á
verði, ef farið verður að draga saman framlög ríkisins, að mennta-
málin verði ekki fyrst allra látin kenna á sultarólinni.
Því miður bendir sú reynsla sem fengin er í gjaldeyrismálunum
eindregið í þá átt. Afstaða gjaldeyrisyfirvalda til menntamála er
slík að torvelt mun að benda á annað svið innflutnings- og gjald-
eyrismála sem hafi verið tekið eins föstum tökum.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að síðasta misserið hefur
enginn gjaldeyrir fengizt til bókakaupa erlendis. Jafnvel þau leyfi
sem bóksalar fengu fyrr á árinu til greiðslu á bókum sem þegar
voru komnar inn í landið hafa ekki fengizt yfirfærð. Afleiðingin
er vitanlega sú að enginn íslenzkur bóksali fær Iengur afgreiddar
pantanir nema gegn staðgreiðslu, allt lánstraust er þrotið, og mann-
orð íslenzkra bóksala ekki hátt metið meðal starfsbræðra þeirra
erlendis. Flestum þeirra er ofvaxið að skilja djúpsæjar ráðstafanir
íslenzkra stjórnarvalda og halda því að greiðslustöðvun íslenzkra
bóksala stafi af illvilja eða getuleysi. Ég get borið um þetta af eigin
reynd eftir þau viðtöl sem ég átti við nokkra bóksala í Kaupmanna-
höfn á síðastliðnu hausti, og mér er óhætt að fullyrða að það var
hvorki skemmtilegt né auðvelt hlutverk að reyna að útskýra íslenzka
gjaldeyrispólitik fyrir þeim, enda býst ég við að þeir hafi ekki
trúað einu orði af því sem ég sagði, og þeim er það varla láandi.
Nú skyldi maður ætla að þegar svona er búið að bóksölum lands-
ins þá sé að minnsta kosti fyrir því séð að opinber söfn og mennta-
stofnanir fái gjaldeyri til nauðsynlegra bókakaupa beint, úr því að
þeim er meinað að panta um hendur bóksala. En það er nú eitthvað
annað. Um skeið var alveg lokað fyrir öll bókakaup safnanna, há-
skóladeildum neitað um gjaldeyri til að kaupa nauðsynlegar kennslu-
bækur o. s. frv. Um söfnin mun eitthvað hafa verið rýmkað síðan,
en þó ekki öðruvísi en svo að um hverja smáupphæð verður að
jagast, og það sem herjað er út fæst ekki nema með eftirtölum og
nánasarlegum niðurskurði. Söfnunum er með þessu ekki aðeins
meinað að bæta úr brýnustu þörfum landsmanna, heldur hljóta
þau oft að missa af hagstæðum bókakaupum, vegna þess að nú er
svo ástatt í veröldinni að oft verður að gera kaup þegar í stað ef